Við höldum áfram með blogg seríuna,
Milk Paint Lita Innblástur
Þetta er myndasería sem er alveg í anda Svo Margt Fallegt, en ég hef alltaf verið hrifin af myndasyrpum sem allar hafa eithvað eitt sérstakt þema.
Í þessum seríum deili ég myndasyrpu með fallegum myndum, innblástnum af einum lit frá Miss mustard seeds milk paint.
Á sumum myndunum er myndefnið málað í litnum sjálfum,
aðrar eru einfaldega bara fallegar myndir sem minna á litinn okkar.
Við höfum skoðað bleika myndasyrpu, myntugræna, kóral rauða, bláa, milda græna og nú er komið að fallegum lit sem við köllum Eulalie´s sky og er litur mánaðaris ásamt Linen, sem við skoðum í næstu viku.
Við höfum skoðað bleika myndasyrpu, myntugræna, kóral rauða, bláa, milda græna og nú er komið að fallegum lit sem við köllum Eulalie´s sky og er litur mánaðaris ásamt Linen, sem við skoðum í næstu viku.
Eulalie’s Sky…
er daufur græn-blár, nefndur eftir litnum á himninum á málverki af kú, eftir listakonuna Cindy Austin. Marían nefndi kúnna Eulalie og hún hefur hangið á heimili hennar í mörg ár og er orðin að nokkurskonar auðkenni fyrir Marians stíl.
Þar sem Eulalie´s sky og Linen eru litir mánaðarins hjá Miss mustard seed´s valdi ég þá tvo liti á þennan gamla sjarmerandi koll sem ég málaði í síðustu viku og er fullkomin sem lítið nett borð til að leggja kaffibollann á. Lítill gamall sjarmur.
Svo Margt Fallegt |
Hér er svo verkefni með Eulalie´s sky, sem varð að myndarlegum bloggpósti hér á Svo margt fallegt. (klikkið bara á myndina til að skoða þann bloggpóst)
en hjá Madda mínum hér í næsta húsi er þessi fallegi skenkur sem svo sannarlega sómir sér vel svona grænblár.
eulalies-sky-cabinet |
Tumblr |
Bara krúttleg blá fata á fallegri mynd
Valdirose. |
Valdirose er með dásamlegt gistihús á Ítalíu og þar er endalaust hægt að dást að smáatriðunum og fallegum myndum, þessi blágræni stóll er algjört æði, algjört chippy goodnes.
whitelacecottage.com |
Já það eru fleiri sem mála litla krúttlega kolla með Eulaila´s sky. kíkið á þennann.
Ég hef nú ekki tekið saman litainnblástur nema setja amk eina mynd af hurð í bloggpóstinn og í gærkvöldi gekk ég svo framhjá þessari hurð á Túngötuni.
Er þetta ekki fullkomið loka innslag í þessa myndasyrpu;
gömul ljós-blágrá hurð, á fallegu húsi í gamla bænum í Keflavík?
Næst ætla ég að tína saman myndir í myndasyrpu innblásna af litnum Linen sem er hinn litur mai mánaðar hjá Miss mustard seed´s.
Ef þið hafið ekki verið að fylgjast með syrpunni þá eru fyrri póstar í Milk paint litainnblástur hér að neðan:
Málninguna er hægt að nálgast á
Svo Margt Fallegt Vinnustofunni
Klapparstíg 9,
230 Keflavík
eða senda mér línu og ég sendi um allt land.
Hafið það sem allra best,
Kær kveðja
Kær kveðja
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Very nice, congratulations.
ReplyDeleteMia Coman, Sighisoara-Romania