Um dagin fékk ég góða heimsókn frá blaðamanni og ljósmyndara Hús og híbýla.
Þarna voru á ferðinni tvær yndislegar dömur og það var mér sönn ánægja að taka á móti þeim.
Við spjölluðum heilmikið um húsið mitt og Svo Margt Fallegt og gæddum okkur á blómum skreyttri köku og ilmandi kaffi.
.
Innlitið byrtist svo núna í júní blaðinu svo ég settist á pallinn í blíðuni um daginn með nýja blaðið mitt og skoðaði það með spenningi sem aldrey fyrr.
Það er alveg ótrúlega gama að sjá svona flottar myndir hér af heimilinu og sérstaklega að sjá flottar myndir af sjónarhornum sem ég hef yfirleitt sneitt hjá þegar ég mynda fyrir bloggið,
En ljósmyndarinn sá eithvað áhugavert í því sem ég kanski tek ekki eftir
Það er sko nauðsynlegt að á sér í ilmandi kaffi í fallegann bolla áður en sest er með svona eintak af blaðinu.
og svo er bara að njóta.
Nei sko..... þarna er bara frú Stína sjálf.
og flott umfjöllun um Svo Margt Fallegt vinnustofuna og milk paint vörurnar sem ég er svo vandræðanlega stollt af að geta boðið uppá í litlu versluninni minni á vinnustofuni.
Ég mæli sko með því að þú rjúkir út í búð núna og nælir þér í eintak til að sjá blaðið almennilega....
þ.e. ef þú átt það ekki nú þegar.
En ég þakka ykkur fyrir að kíkja hingað inn á bloggið,
alltaf jafn gaman að sjá hversu margir gefa sér tíma til að skoða bloggið.
Ég bendi svo á að það er hægt að fylgjast með Svo Margt Fallegt á
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.