Hér á heimilinu hefur myndast nýtt samband,
þetta samband er mjög gagnvirkt og gefandi þar sem báðir aðilar njóta þess,
Ég er að tala um mig og allar nýju grænu pottaplönturnar mína,
Ég hlúi að þeim, vökva þær, gef þeim næringu, umpotta og kem til afleggjurum,
þær launa svo aðhlynninguna með fegurð sinni og vexti.
Í þessari gömlu fallegu súputarínu eru td afleggjarar sem ég tíndi af öðrum plöntum sem ég á,
í vor lágu þarna nokkur blöð af pepperoniu í kringum pínu afleggjara af nafnlausum þykkblöðungi...
Nú dafnar þau vel saman og mynda næstum samfellda græna skreytingu sem ég fæ að njóta.
og elsku súputarínan mín hefur enn einu sinni fengið nýtt og fallegt hlutverk og útlit.
Dásemd!
Hafið það sem allra best
kær kveðja;
Stína Sæm og
pottaplönturnar.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous