Top Social

Borgarferð í fallegu umhverfi í Reykjavík

August 28, 2015

Ég held það fari ekki fram hjá neinum sem fylgist með blogginu mínu að gömul hús heilla mig,
og þá finst mér að sjálfsögðu ekki leiðinlegt að þvælast um gömlu hverfin í henni Reykjavík og dáðst að gömlum húsum og görðum, skoða mannlífið og njóta.


Þess vegna var það eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég fékk  tækifærið til að hjálpa systir minni að innrétta og skreyta gamalt, en nýuppgert hús í miðbænum fyrir útleigu.
Á örugglega eftir að gera meira úr því hér á blogginu þegar við erum búnar með þetta verkefni allt
en þetta er nátturlega bara ótrúlega gaman. 

Um síðustu helgi nutum við svo góðs af,
fórum saman í helgarferð með menn og börn, 
aaaalla leið til Reykjavíkur.

Við hjónin krössuðum í krúttlegri  2ja manna kjallaraíbúðinni,

 og höfðum það mjög notalegt,

helltum uppá kaffi og fengum okkur morgunmat í krúttlega litla eldhúsinu.

Fyrir ofan okkur hreiðraði svo familýan um sig í íbúðinni sem við erum alveg að klára,
Stemningin er notaleg,
þar sem gamalt og nýtt skapar heimilislegt andrúmsloft
 og svo var grillað og slegið upp veislu,

 þarna er svo sannarlega hægt að slá upp fallegri veislu
og eiga notalega kvölstund saman.


Hér hjálpuðust svo allir að við að gera umhverfið snyrtilegt fyrir menningarnótt,
það var smúlað og skrúbbað og óboðinn arfi  og gras rekið burt harðri hendi.
krúttfrænkan mín litla tók vel til hendinni og gaf körlunum ekkert eftir.


Ég tók svo smá rölt um nágrennið með myndavelina


Var ein af Reykjavíkur túristunum sem mynda hús og garða,

fann td þennann garð sem mér fins algjört æði, 
skemmtilega villtur og gamall og skreyttur með fallegu gömlu bistro setti, fuglabúri og gömlum skóm með blómi í.


Hér hefur einn veggur verið gerður að fögrum garði.... 
talandi um að gera mikið úr litlu.

 Þetta fallega svarta hús er myndað stanslaust allann daginn... 
enda einstaklega snyrtilegt og fallegt.

Við nutum að sjálfsögðu menningarinnar um helgina og röltum um bæinn,

Fundum þennann snyrtilega bakgarð við Laugarveginn sem tilheyrir Hótel Frón

Þar settumst við út í fallegu veðri og fengum okkur hressingu.
En annars var myndavelin/síminn ofaní tösku meðan ég naut kvöldsins með fólkinu mínu,

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar.
Munið að líta ykkur nær og sjá það fallega í kringum ykkur,
hafið það sem allra best.
Kær kveðja
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 
3 comments on "Borgarferð í fallegu umhverfi í Reykjavík "
  1. fallegar og skemmtilegar myndir, mér finnst einmitt svo gaman að ganga um íbúðarhverfi og sjá hvað fólk getur gert fallegt í kringum sig á fjölbreyttan hátt :-)

    ReplyDelete
  2. Gott að vita að það eru fleiri svona, ég einmitt elska að labba um miðbæinn og glápa á hús og garða, svo mikil stemming í því og andlega nærandi :)

    ReplyDelete
  3. Ef þetta kallast ekki að fá Miðbæjar-stemninguna beint í æð þá veit ég ekki hvað. Á þessum slóðum bjuggum við hjónin þegar við vorum að byrja að vera saman og það leið varla sá dagur að ekki var farið í göngutúr. Minningar...

    Huggulega skreytt hjá ykkur systrum ;-)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature