Við Barónstíg í Reykjavík er þetta fallega gamla hús til sölu,
húsið er ekki bara fallegt og afar snyrtilegt að utan heldur er heimilið skemmtilega innréttað svo það á vel erindi í innlit dagsins hér á Svo margt fallegt....
Ég held það fari ekki fram hjá neinum sem fylgist með blogginu mínu að gömul hús heilla mig,
og þá finst mér að sjálfsögðu ekki leiðinlegt að þvælast um gömlu hverfin í henni Reykjavík og dáðst að gömlum húsum og görðum, skoða mannlífið og njóta....
Við hjónin eigum 10 ára brúðkaupsafmæli í dag 20. ágúst
og hvað á þá betur við en rauðvin og kertaljós á svölunum á rómantísku ágústkvöldi.
Ég tók myndirnar áður en eiginmaðurinn kom út,
en litli Logi minn stillti sér hinsvegar upp við blómapottinn eins og dagurinn væri hans.
Það er dásamelgt að verða ástfanginn,
og að vera enn...
Ég er sko rosalega lítið í útivist þessa daga, hef ekki farið í ræktina síðan ég fór í sumarfrí þarsíðasta sumar,
er hætt að hlaupa og útivist sumarsins hefur verið hér innan lóðarmarka við garðvinnu.
Á þriðjudaginn fékk ég svo skilaboð frá systur minni um að hún væri að fara NÚNA á Esjuna og hvort ég vildi koma með.
Esjuna!!.... er það ekki fjall?
Ég var sko heima að taka myndir af pallinum...
Fyrr í vikunni minnit Facebook mig á mynd sem ég setti inn í fyrra af heiðbláum himni yfir kofanum okkar góða,
Ég deildi gömlu myndinni (sjá neðst í póstinum) og fór svo út á pall, fannst sumarið vera búið í ár, þurfti aðeins að taka til eftir rok og rigningu síðustu viku, en uppgötvaði að veðrið var bara ósköp milt og gott,
með bláann himin yfir kofanum okkar góða.
Svo ég deili...
Þegar von er á gestum er alltaf gaman að nostra smá við matarborðið,
og þar sem ég vil helst hafa það frekar einfalt og er ekki mikið fyrir að ofsreyta borðið
þá er gaman að geta farið bara út og tínt fersk blóm og jafnvel greinar af blómstrandi runnagróðri,
eins og ég gerði um síðustu helgi þegar við fengum góða gesti í mat.
Þetta er bara ofureinfalt og fljótlegt,
en mátulega...
Hér á heimilinu hefur myndast nýtt samband,
þetta samband er mjög gagnvirkt og gefandi þar sem báðir aðilar njóta þess,
Ég er að tala um mig og allar nýju grænu pottaplönturnar mína,
Ég hlúi að þeim, vökva þær, gef þeim næringu, umpotta og kem til afleggjurum,
þær launa svo aðhlynninguna með fegurð sinni og vexti.
Í þessari gömlu fallegu súputarínu eru td afleggjarar sem ég tíndi...
Meðan systir mín naut sýn í sumarfríi í fallegri paradís á ítalíu, var litli hundurinn hennar í pössun hér hjá mér
Hann Ýmir er Cavalier eins og Logi minn, en ekki nema ársgamall, einstaklega fallegur, smágerður, fjörugur og alveg dásamlega kelinn og barngóður. Þegar hann var ekki á hlaupum úti í garði með Loga, þá vildi hann bara vera í fanginu á mér að kúra og alltaf til í að...