Top Social

Sól og sæla í skjóli

April 30, 2015

Á þessum árstíma.. og þá sérstaklega núna í ár, vildi ég svo óska þess að ég ætti garðhús til að hreiðra um mig í. Hvort sem það væri garðskáli upp við húsið eða bara gróðurhús með smá kósý horni.


En þessa dagana þegar það er orðið bjart og heiðskýrt allann daginn en enn alveg sk***kuldi úti, horfi ég á pallinn hjá mér og svalirnar og langar bara að byggja glerskála yfir þetta alltsaman og byrja sumarið núna strax!


Svo ég fór á pinterest og fann til nokkrar myndir
og ætla að bjóða ykkur með mér að skoða svona sumar sælu í skjóli á þessum kalda en sólríka degi:













Jæja skiljiði hvað ég er að tala um?
Þetta virkar allt eins og algjör draumur í dag fyrir mig, 


Hafið  það annars sem allra best og munið að fagna sólinni þegar hún sést, og látið hana ylja ykkur um hjartað þó enn sé kalt úti. það amk lifnar yfir mér.

Kær kveðja 
Stína Sæm

Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

múrsteinn og munstruð veggfóður í fallegri íbúð

April 28, 2015



















A4 áskorun 2015 seinni hluti

April 27, 2015


Nú er komið að seinna verkefni mínu í A4 áskorun 2015
og um leið síðasti bloggpósturinn í þessari áskorun.

Ef þið hafið ekki verið að fylgjast með,
kíkið þá yfir á A4 hannyrðir og föndur á fb og sjáið þar framlag allra hinna bloggarana, 
en það eru 10 aðrir frábærir bloggarar sem hafa tekið þátt og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.

Eins og ég kom inná í gær, þá fékk ég mér ekki bara garn og efni í hekluðu krúttin heldur fann ég líka snæri og tréperlur til að hnýta blómahengi..... svo gamaldags blómahengi eins og voru svo vinsæl þegar ég var krakki.
Ég fékk þessa dellu fyrir nokkrum vikum síðan, lærði handtökin með hjálp pinterest og svo var bara að finna rétta snærið í þetta.... gerði tvær tilraunir en útkoman var ekki alveg eins og frúin var að sækjast eftir.
Í A4 fann ég alveg tilvalið snæri frá Panduro, alveg mátulegt í verkefnið og tréperlur.

og svo var bara að hnýta.
Eins og margt annað er þetta bara mjög auðvelt.... um leið og maður kann það.



og útkoman var þetta fína blómahengi sem hangir þarna í horni í stofunni,
en mig langaði til að prufa að gera svona tvöfalt hengi.


 Ég er amk búin að finna fullkomið snæri í þessi plöntuhengi og hnútana er svo hægt að setja saman hvernig sem er til að fá ólík hengi.


En mér finst áferðin bara algjört æði og eithvað svo dásmlega heillandi við þetta allt saman.


Treperlurnar og snærið notaði ég líka til að hengja upp þessa sætu skál sem ég fann í nytjamarkaði um daginn og í þetta sinn notaði ég engar hnýtingar, bara einfalt snæri og perlurnar til að hylja endana.


 Afganginn af snærinu notaði ég svo í frekar einfalt og lítið hengi sem nú hangir við hliðina á eldhúsglugganum.
Bara svona af því að ég var komin í gír.
En þetta er alveg hrikalega gaman finst mér
og líklega á ég nú eftir að hnýta eithvað meir...
nema ég fái bara einhverja aðra dellu fljótlega.


Kanínan, sem var mitt fyrra framlag í áskorunni, fer voða vel í fanginu á ömmugullinu mínu,
 sem er nú mesta krúttið af þeim öllum.


En misstir þú nokkuð af bloggpóstinum í gær með hekluðu krúttunum?

Mig langar að þakka A4 fyrir frábæra áskorun og stelpunum í blogghópnum fyrir skemmtilega og fjölbreytta bloggpósta. 


Hér koma beinir linkar á  bloggpóstana í þeirri röð sem þeir komu fram.
og svo kom meira:


Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

A4 áskorun 2015

April 26, 2015
Ég er í skemmtilegum blogghóp á facebook þar sem skapandi konur, sem blogga um allt mögulegt, tóku áskorun frá A4 um að koma, velja föndurefni í verslun þeirra og gera svo bloggpóst um verkefnið okkar.
(linkar neðst í póstinum)
Að sjálfsögðu tók ég þessari frábæru áskorun 
og hér kemur loksins mitt framlag;

Gleðilegt sumar

April 23, 2015











grænt og nátturulegt á matarborðinu á síðasta vetrardegi

April 22, 2015
Þar sem að á morgun er sumardagurinn fyrsti s.s. frídagur og dagurinn í dag er þá nokkurnvegin eins og föstudagur fanst mér alveg mátulegt að deila með ykkur vorlegu borði.

En um daginn þegar ég lagði á borð í litlu borðstofunni minni, ákvað ég að skreyta borðið í takt við vorið sem við erum öll að bíða eftir (og kemur á morgun ekki satt?) notaði  grein sem ég klipti úr garði sonarins, hef í vatni og er nú á fullu að springa út og svo er þarna lítill hýasintulaukur og pottaplöntur.


Diskarnir mínir út Ikea eru svo alveg mátulega fíngerðir, en ég blanda þeim mikið saman í gráu og hvítu, finst þeir svo dásamlega gamaldags... pínu svona eins og af frönsku sveitasetri. hmm þó ég hafi aldrei búið á þannig og hafi ekkert vit á því.


Þemað er eins og þið sjáið grænt, nátturulegt og frekar gróft..


Ég elska andstæðurnar í þessu borði, þar sem fínt og gróft semur svona vel saman.


Blómapottarnir og glervasinn eru úr nýju línunni frá Söstrene Grene, sem er svona industrial lína sem ég er alveg bálskotin í.


En litað gler og grófur leir er alveg að heilla mig núorðið og er nokkurnvegin að yfirtaka skreytiþema heimilisins.


En ég vona að þið eigið góðann síðasta dag vetrar 
og svo kemur sumarið ;)
amk á almanakinu og hér á blogginu.

Ég hvet ykkur svo til að fylgjast með bloggunum sem taka þátt í A4 áskoruninni,





Svo margt fallegt á
  Facebook og Instagram,

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, 
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best. 

Auto Post Signature

Auto Post  Signature