Top Social

Sveitalegt jólainnlit í Danmörku // beautiful Christmas house tour in country style

December 29, 2014

 Kíkið með á þetta fallega sveitalega heimili, sem er skreytt svo undurfallega fyrir jólin.

Jóla innlit // Christmas house tour to Betina Stampe from Bloomingville


jólainnlit // Christmas house tour

á fallegt rustyc heimili úti í skógi


A beautiful rustic home in the woods

Jóla heimsókn // Christmas house tour

December 28, 2014
Kíkjum á fallegt jólaheimli í aldargömlu húsi í Sviþjóð.









Gleðileg jól

December 27, 2014

Aðfangadagur jóla,
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af jólaborðinu okkar á aðfangadag...



á miðju borðinu fékk þessi blómstrandi orkidea að standa, en hún átti það svo sannarlega skilið fyrir að vera svona hátíðleg og blómstra í fyrsta sinn í langann tíma, núna í desember.

Mér finst alltaf alveg óskaplega gaman að leggja á borðið og reyni að hafa það ekki alltaf eins, þó þar séu að sjálfsögðu vissir hlutir á sínum stað, eins og sparidúkurinn og leirtauið.

en núna var það silfur, gler, könglar og plöntur sem  príddi borðið og svo braut ég servietturnar í tvöfalda stjörnu, sem mér finst svo hátíðlegt og jólalegt brot og hef notað það amk einu sinni áður.

 Allir pakkarnir komnir undir tréð og búið að kveikja á kertum og allt orðið svo hátíðlegt og fínt,

við höfum matin svo á eldhúsborðinu og náum okkur í á diskana, 
svo að kertin og skreytingarnar fá að standa á borðinu allt borðhaldið. 


 Hátíðleg og notaleg stemning. 

í ár var næstum allur barnahópurinn hjá okkur á aðfangadag, í fyrsta sinn í nokkuð mörg ár,
svo það voru alveg sérstaklega gleðileg jól hjá mér í ár.

Ríkidæmið mitt. 
Amman með gullið sitt.





Litla ömmugullið átti kvöldið og alla athyglina skuldlaust. 

Aðventan bruninn niður og við eigum gleðileg jól í faðmi fjölskyldunnar. 


Með jólakveðju
Stína Sæm


innlit í nýtt glæsilegt jólahús

December 26, 2014
Þegar Christina Ravnholt  var að leita að heimili fyrir ört stækkandi fjölskyldu, voru kröfurnar mjög ákveðnar, þau vildu hús með gamlann sjarma, nóg pláss og nútíma þægindi.  Þau fundu mörg sjarmerandi hús, en sáu fljótt að vinnann og tímin sem færi í að gera gömlu sjarmenrandi húsin að því sem henntaði þeim væri það mikill að það borgaði sig að byrja frekar frá grunni og byggja nýtt hús.


I sammvinnu við arkitekt hönnuðu þau hús, með gamlan sjarma, þar sem er hátt til lofts og með  fallegum gluggum. það er innréttað í svörtu, hvítu og gráu sem spilar vel með hvítum veggjum, gluggum og nátturulegu trégólfi.


Fyrir jólin skreytir Christina í skandinaviskum stíl með könglum, hreindyrahornum og greni sem passar einstaklega vel við stílinn á heimilinu.


jólatréð í stofustendur.
Lifandi kertaljós, hlíleg gæra og  fallegir púðar gefa stofunni þennan fallega vetrarsjarma.


hundurinn passar vel uppá gjafirnar.



 við svaladyrnar stendur þessi fallegi antik skápur með vel flottri uppstillingu á.
 Hjartað setur svo punktinn yfir i-ið.
einfalt en svo grand og flott.



 Í elshúdinu eru nýtiskulegir Eames stólar í bland við gróft antik borð frá Kína 



Eldhúsið er stílhreint, með beinum hreinum línum 
svo gróft og nátturulegt skraut nýtur sín vel á glæsilegu jafnvægi.





Það sama má segja um baðherbergið, stílhreint og glæsilegt þar sem gróft og nátturulegt skraut nýtur sín vel.



jólainnlit

December 22, 2014







á stofuborðinu

December 18, 2014

Nú er allt á fullu í jólaundirbúningi,
og heimilið er löngu skreytt,
þó enn sé að bætast við,
en mér leiðist ekkert að skreyta,
get endalaust bætt við og fært hluti til og frá.

En það er einn hlutur hér sem mig langar að deila með ykkur í dag,
Eitt nýtt og svo mikil dásemd, sem þó er ekki jóla,

og það er þessi fallega skál sem hefur staðið á stofuborðinu hjá mér alla aðventuna,
alveg dásamlega gróf og þung en þó með svona fallegu munstri.

hér stendur hún einfaldlega með kertum, könglum, mosa og greni.
svo einfalt og svo fallegt,
En skálina fékk ég í Draumalandi núna í nóvember og finst hún algjör dásemd,
svo falleg ein og því tilvalin fyrir svona einfalt jólapunt.


En nú er komin tími til að halda áfram að jólastússast,
um helgina verður svo jóltréð sett upp og gjöfum pakkað inn,
svo fylgist með.

kær kveðja
Stina Sæm

fannhvít jörð

December 17, 2014
Það er yfirleitt ekkert mjög snóþungt hér á suðurnesjunum, 
ef við fáum smá snjó fyrir jól þá er hann oftast farin jafnóðum,
og það er sjaldan að kafsnjói á þessum tíma.
Í gær skóf þó óvenju mikið fyrripart dags, með tilheyrandi blindbil, ófærð og fréttaflutningi 
og ég sat inni með kertaljós og huggó allan morguninn 
og dáðist að því örlitla útsýni sem ég hafði á tímabili.
Horfði á veröldina í kringum mig þekjast hvítri fallegri mjöllinni

Á pallinum hjá mér voru jafnvel farnir að myndast smá snjóskaflar
 og stólarnir mínir hafa eithvað fært sig til í rokinu síðustu daga, 
Held þeir séu að teigja sig eftir byrtunni. eða bara að horfa á runnana tvo sem kíkja þarna upp úr litla sæta snjóskaflinn. 


og jafnvel hér í yfirbygðum og upphituðum innganginum hjá mér breiddist hvít breiðan yfir allt...
sem sjaldan gerist. 
og sjáið bara hvað þetta er dásamlega fallegt.


kær kveðja héðan úr Reykjanesbænum
 með pínulitlu sætu snjóskaflana.
Stína Sæm




vetrarstemning

December 16, 2014
 Gamli hvítmálaði Míru skápurinn minn stendur enn á sínum stað
og hann byrtist hér á blogginu öðru hverju.
en ekkert mjög oft þar sem hann á það til að safna á sig drasli (játning bloggara)

og þar sem hann  er eiginlega í miðju húsinu,
og þannig miðpunktur athyglinnar.
er alltaf gaman að raða á hann einhverju fallegu og gera hann fínann,
núna príða hann nokkrir stórir hlutir en hann ber það voða vel,


mest uppáhalds er þessi eldgamli gluggi sem á sér mikla og merkilega sögu, og hefur líklega séð ýmislegt siðustu öldina,


fallegur rustic kertastjaki og könglar, 
hlílegt og notalegt 
og þar sem að núan geisar stormur úti svo varla sést út um gluggana
 er notalegt að sitja inni við kertaljós og kósí.

Eigið góðar stundir,
 en farið varlega þið sem eruð hér heima á klakanum í dag.
kær kveðja
Stína Sæm


bleik vetrar myndasyrpa // pink winter inspiration

December 15, 2014
 (credit not found)

Nátturuleg jól // Natural christmas

December 11, 2014

With a minimum of glitter, bows and other decorations, just bare branches, fir, pine cones and otherwice lots of candle and you have a natural christmas.
Says floral designer Camilla Thomsen

plöntur í svefnherberginu // plants in the bedroom

December 10, 2014
Þegar jólaskrautið tók yfir stofuna, þurfti nú aðeins að rýma til eins og gengur og gerist.
 En nokkrar af pottaplöntunum notaði ég í jólaskreytingar eins og við sáum hér,
-----------
When the Christmas decorations took over the living room, 
then some things had to bee cleard out.
  Some of my plants I used in Christmas decor as we saw here,

En tvær elskur fá hinsvegar að vera á náttborðinu hjá mér
 og hafa það bara notalegt þar,
----
But two darlings get, however, to be on my nightstand,
and are just rather comfy there.

í rólegheitum uppi í risi, 
fjarri öllu jólastússi niðri í stofu.
-----
its nice and quiet there,
away from all the christmas decor down in the livingroom


I have to say that I thing they just belong quiet well there,
and its so nice to have living plant on the nightstand,
and it´s ment to be so healthy and good for you.

--------------
Ég verð nú að segja að mér finst þær bara pínu eiga heima þarna,
og svo notalegt að hafa lifandi plöntur á náttborðinu,
svo á það að vera svo hollt og gott.


En já þetta var einn svona ekki jólapóstur,
á miðri aðventu,

Hafið það sem allra best,

kær kveðja
Stína Sæm



Auto Post Signature

Auto Post  Signature