Top Social

Sólardagar

July 8, 2014
Við fengum loks sumarblíðu og sól hér í Keflavík síðustu  tvo daga.

Púðar og pullur var strax dregið út og pallurinn gerður huggó og næs í gær,
ég fór í gróðrastöðina  í Sandgerði og keypti loks sumarblóm til að setja í blómakerin.
og svo var bara að slaka á njóta sólarinnar.




 Í einu horni í gaðinum hjá mér gróðursetti ég nokkrar plöntur þegar við fluttur og núna er það orðið vel gróið  og notalegt.

og litlu hríslurnar mínar orðnar stórar og blómstrandi 


 og hér eru svo sumarblómin komin í ker og potta..... 
og þá er ég virkilega að tala um potta.
Logi minn er ósköp ánægður með sumarið, 
þó honum líki nú ekki hitinn svo vel, þá elskar hann að fá að vera þarna á blettinum með mér allann daginn,
og við enduðum gærdaginn á því að mynda sumarblómin saman.

hinum megin við kofan skein svo sólin glatt snemma í morgun,
og kl 9 var húsfreyjan á þessu heimili komin út með kaffibollan og sólarvörnina,

bara notalegt.


um hádegi er svo sólin komin í betri stofuna á pallinum,


En sólin staldraði nú bara stutt við eftir það 

 en ég náði nokkrum sólarlausum myndum áður en ég kipti inn púðunum.



 og nú bíðum við bara spennt eftir að sólargeislarnir læðist aftur inn í garðinn hjá mér.


hafið það sem allra best
kær kveðja
Stína Sæm


2 comments on "Sólardagar"
  1. Mikið eru þetta ljúfar sumarmyndir úr fallegum garði

    ReplyDelete
  2. Dásamlegar myndir, svo kósí hjá þér í garðinum :)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature