Top Social

Verkefni í pastellitum

March 20, 2014
Ég skrapp í bæinn í vikunni, 
verslaði smá, naut mín mikið :)
já og hef haft nóg að gera síðan þá.
Svona leit einn innkaupapokinn út,
Garnið er í heklaðar fígúrur, kanínur, bangsa og fl, ótrúlega skemmtileg handavinna.
En getið þið mögulega giskað á hvaðan þessi poki kom?

Hér er svo smá innlit í föndurkassann minn í dag,
fullt af fallegum litum og mynstrum sem verða að klippimyndum og öðru fínerýi.
En það er nefnilega tómt barnaherbergi sem býður þess að amman komi með dót og dúllerí og geri það klárt fyrir litla dömu.

 og hér er lítil dásemd fyrir ömmugull að verða til.


Svo er eitt stk einbýlishús búið að vera í framkvæmdum í langann tíma.... allt of langann tíma 
er oft stopp þegar ég finn ekki nákvæmlega það sem ég hef í huga,
 en núna er það að verða tilbúið  og mig hlakkar svo til að deila með ykkur fyrir/eftir myndum.


En hvað segiði? 
Langar ykkur að sjá myndir þegar barnaherbergið og húsið verða tilbúin?
Eða er ég nokkuð ein um að fynnast þetta úber  spennandi?


Kær kveðja 
Stína Sæm



5 comments on "Verkefni í pastellitum"
  1. Það er svo gaman að skoða myndir af húsa og herbergja breytingum, hlakka til:)
    kv Sigga Rósa

    ReplyDelete
  2. Alltaf gaman að sjá breytingar :)

    ReplyDelete
  3. Mjög spennt að sjá fyrir og eftir....
    kv Ása

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature