Top Social

Aðfangadagur jóla á Loftstöðum

December 31, 2013
Ég hef lítið verið að huga að bloggfærslum um jólin enda hefur verið í nógu að snúast yfir hátíðarnar og ég hef lítið farið í tölvuna yfirhöfuð en jólaboð eftir jólaboð, skírn og líka rólegheit heima með jólamynd og kofekt hefur verið á dagskránni.
En að sjálfsögðu gaf húsfrúin sér tíma á aðfangadag til að mynda aðeins fyrir bloggið og hér koma nokkrar myndir af jólahaldinu hér á bæ: 


Pakkarnir komnir undir tréð, jólaborðið dekkað og klárt og matarilmurinn fyllir húsið á aðfangadag.



Eins og síðustu ár, var jólaborðið gert klárt á þorláksmessukvöld, þannig næ ég að nostra vel við það á hverju ári.
 En það er svo dásamleg tilfinning að vakna upp á aðfangadagsmorgun með borðið uppdekkað og fallegt.


í þetta sinn var borðið einfalt og látlaust í hvítu og silfur. Dekkað upp fyrir súpu, aðalrétt og desert, vatn, jólaöl og rauðvín (jólin okkar orðin svo fullorðins :)

Kertin tendruð, jólaútvarpið ómar um stofuna og við bíðum eftir að kirkjuklukkurnar hringi inn jólin.


jólagæsin, heimatilbúna rauðkálið, rauðlauksultan og perurnar ásamt fleira meðlæti tilbúið og á borð borið, reyndar á aukaborði þar sem borðstofuborðið er of litið fyrir allann matinn.

og svo kom desertinn með möndlunni góðu sem allir ásælast....

Þetta er annað árið sem ég er með sherry truffle og það er svo dásamlega gott..
þegar allir eru búnir að jafna sig eftir steikina, vaskað upp og gengið frá og sumir leggja sig nú jafnvel,  fáum við okkur í skál og setjumst saman í stofuna 

þar fáum við okkur kaffi, konfekt og heimagerðan tobblerone líkjör (þið vitið fullorðins jól)
líkjörinn hef ég aldrei gert áður en fanst það hjóma svo voða fansí og fínt 
já og smakkaðist vel líka.


og við nutum þess að eiga saman fyrstu jól litlu ömmuprinsessunar, sem svaf svo vært í jólakjólnum allt kvöldið.


já nú stefnir í ekki bara fullorðins jól á næstu árum, 
ætli það verði alltaf næg þolinmæði fyrir þriggja rétta máltið í rólegheitum?
Ég vona að þið hafið öll átt dásamlega hátið,

Gleðileg jól
Stína Sæm




1 comment on "Aðfangadagur jóla á Loftstöðum"
  1. Allt svo yndislega fallegt! Til hamingju með ömmustúlkuna, ekki víst hún verði alveg svona róleg um næstu jól :) Gleðilegt ár, hlakka til að lesa og skoða bloggið þitt á næsta ári.
    Kveðja, Þorbjörg (laumulesari)

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature