Top Social

út að borða á góðum degi.

August 10, 2013
Mér leiðst það ekkert þegar ég eignast nyja hluti fyrir heimilið,
sérstaklega hluti sem smella saman með öðrum heimilisvinum,
og ég get notað til að raða upp og setja saman 



Fyrr í sumar keypti ég þessa fallegu lukt og útikertið í Indiska og með blómavasanum mínum myndar það dásamlega þrennu sem ég hef notað óspart í sumar, og þvælt því frá einu borði til annars, af svölunum og niður á pallinn og aftur upp á svalir, er svo búin að sjá fyrir mér að nota það inni í vetur, eru pínu uppáhald núna með svona smá bohem áhrifum.

svo fór ég á útsölu í Pier um daginn og sá þá þessar hrikalega skemmtilegu diskamottur sem bara urðu að komast með mér heim og kynnast þrennunni minni frá Indiska. Þær eru til í mörgum litum og mynstrum og þar sem ég gat ómögulega valið eitt, þá valdi ég bara nokkrar gerðir, enda elska ég svona mix and mach lúkk og þá get ég líka notað þær tvær og tvær til að skapa rétta stemningu án þess að það sé alltaf eins :)

Á miðvikudaginn síðasta var svo alveg hreint dásamlegt veður og við að sjálfsögðu borðuðum kvöldmatinn úti á palli og ég notaði tækifærið til að kynna diskamotturnar fyrir kuktinni og vinum hennar,

svo er bara að leggja á borð og hef það bara einfalt og gott.

Í þetta skiptið var nú maturinn ekki aðalatriðið, dagurinn og kvöldið var notað til að vinna í lagfæringum á húsinu og garðvinnu svo við bara pöntuðum pizzu,
en það stoppar mig ekki til að staldra við, skapa þessa einföldu stemningu og njóta þess að borða úti.


Svo var öllum nýju vinunum safnað saman á bakka 
og flutt uppá svalir þar sem það á heima í bili.
og gamli bakkinn fór aftur á borðið svo gráa lúkkið var komið aftur


og svo smelli ég hér með einni mynd af borðstofunni minni á pallinum eins og það hefur litið  út þegar sólin leikur við okkur í sumar.

já svona förum við út að borða, 
hvort sem  það er bara aðkeypt pizza eða grilluð stórveisla,

kær kveðja 
Stína Sæm



1 comment on "út að borða á góðum degi."

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature