Eitt af fallegustu húsum landsins, Héraðsskólinn á Laugarvatni hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er loksins opinn almenningi að nýju.
Þessi sögufræga bygging, sem er 1600 m² að stærð var hönnuð á sínum tíma sem skóli af einum frægasta arkitekt Íslands, Guðjóni Samúelssyni, árið 1928. Skólinn gegndi hlutverki menntunar og menningar allt fram til ársins 1991, en þá var skólanum lokað. Það var Jónas frá Hriflu sem fékk hugmyndina að stofnun skólans á sínum tíma. Draumur Jónasar var að skólinn yrði nýttur allan ársins hring og yrði glæddur skemmtilegu lífi.
Í (nýja) Héraðsskólanum verður boðið upp á gistingu og veitingar í einstaklega fallegum gömlum stíl í anda skólans þegar hann fyrst opnaði.
Þar sem hver hlutur nýtur sín og segir sína sögu,
Þar er einnig upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn og fróðlegt bókasafn, með fræðiritum úr öllum áttum og á mörgum tungumálum.
Þar sem hver hlutur nýtur sín og segir sína sögu,
Þar er einnig upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn og fróðlegt bókasafn, með fræðiritum úr öllum áttum og á mörgum tungumálum.
Svo er fátt sem jafnast á við fallega nátturuna á Laugarvatni og stutt í allar okkar bestu nátturdásemdir.
Já væri ekki fullkomið að staldra við í þessu eldgamla og fallega húsi og fá sér kaffi og meðþví, þegar farið er hin sígilda gullna hring, nú eða gista í þessari dásemdarparadís, staldra við og njóta alls þess sem umhverfið hefur uppá að bjóða.
Kær kveðja
Stína Sæm
Upplysingarnar fékk ég á heradsskolinn.is þar sem hægt er að nálgast allar gagnlegar upplysingar um þetta dásamlega hostel og bóka herbergi að sjálfsögðu.
Myndirnar voru fengnar á fb síðu Héraðskólans.
Það væri nú ekki leiðinlegt að gista þarna, afskaplega fallegar endurbætur :)
ReplyDelete