Eitt af fallegustu húsum landsins, Héraðsskólinn á Laugarvatni hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er loksins opinn almenningi að nýju.
Þessi sögufræga bygging, sem er 1600 m² að stærð var hönnuð á sínum tíma sem skóli af einum frægasta arkitekt Íslands, Guðjóni Samúelssyni, árið 1928. Skólinn gegndi hlutverki menntunar og menningar allt fram til ársins 1991, en þá...