Þó að heima hjá mér fari mest fyrir hvítum húsgögnum og ljósum stíl,
þá læðist brúni og gyllti liturinn alltaf hér um og setur sinn brag á ákveðin sjónarhorn.....
sem er að sjálfsögðu breytilegt eftir dutlungum og skapgerð húsmóðurinnar hverju sinni.
Þessi hilla var í eigu foreldra minna og er hluti af vandaðri dökkri eikarlínu sem þau voru með ásamt sófaborðinu og græuskápnum, sem hefur líka fengið hvíta meðferð hér hjá mér. Hillan var undir sjónvarpinu hjá mér en hafði svo verið atvinnulaus í nokkra mánuði þegar ég skellti henni þarna við veggin þar sem gamla borðið var áður.
Safn af kopar kertastjökum, nýji flotti vasinn og blómapotturinn sem ég alveg elska, af því það virkar bara svo gamalt og sjarmerandi, svo er þarna fallegt gamalt, eins árs afmæliskort, frá afa mínum og ömmu Stínu, sem var eina ömmuafmæliskortið sem hún náði að gefa.
Brúnu og gylltu tónarnir eru þarna í góðum félagskap með græna litnum,
draumur minn er svo að veggir og gólf væri hvítt svo ég geti meira leikið mér með liti eins og hér og látið það njóta sín án þess að verða of mikið
Kósý og hugguleg stemning í stofunni þar sem gott er að setjast niður, hlusta á útvarpið og lesa tímarit eða ráfa um í bloggheimum.
Eigið þið einhvern uppáhaldslit sem alltaf virðist læðast inn á heimilið?
kveðja
Stína Sæm
Allt svo fallegt hjá þér, tímaritakassin er sjúklega flottur!
ReplyDeleteSvo kósí og flott hjá þér!
ReplyDeleteKv.Hjördís
Allt svo fallegt hjá þér, hægindastóllinn þinn (sem mig minnir að tilheyri sófasettinu ykkar...) er algjört æði, ekkert smá flottur!
ReplyDeleteBjutiful! elska ad sja myndir af fallega heimilinu thinu Stina min.
ReplyDeleteKv. Brynja
Svo huggulegt, þessir litatónar skapa svo notalega stemmingu :)
ReplyDeleteSammála því að tímaritakassinn er algjör snilld! Kannast við þetta með litina sem laumast inn. Hjá mér hefur rauður litur laumast í hvert herbergi.
ReplyDeleteGaman að sjá þetta, þú átt svo fallegt heimili og fallega hluti. Hjá mér vitðist græni liturinn alltaf læðast inn þó að góður vilji sé að láta hann út um tíma, þá er hann bara kominn aftur áður en ég veit af.
ReplyDeletekv Ása