Top Social

blómstrandi glerskápur í eldhúsinu. // flower on china in the cupboard

May 29, 2013
 Þrátt fyrir frekar kalt vor
 er glerskápurinn minn aldeilis farinn að blómstra á ný.



Bleikblómstrandi póstulínið hefur aftur ratað í glerskápinn rétt eins og í fyrravor,
meðan annað fær að vikja í bili.
 En núna hefur enn fleyra bæst við, staflar af blómstrandi diskum og bollum, kökufat og rjómakanna bættist í safnið um daginn, ýmist skreytt með bleikum rósum eða gulum og vínrauðum.

Kökudiskar og bollar í stöflum finst mér koma skemmtilega út með fallegum aukahlutum, er dáldið hrifin af leirtaui í stöflum, helst dáldið ósamstætt,
og svo er að myndast ágætis safn af stórum diskum með margskonar fallegum mynstrum.
 Vildi svo óska þess núna að hér hjá mér væri veggpláss fyrir diskarekka, svo þeir myndu njóta sín betur.


þessir kökudiskar eru hluti af þvi sem var að bætast í safnið  og stóri diskurinn í bakgrunninum líka, finst blómamunstrið í disknum æði og passar svo vel við litlu skálina og diskinn á fætinum sem er eins og villt blómaengi og hefur verið mikið í notkun hérna.


Nýja rjómakannan og hluti af bollunum


þessi kaffikanna var að koma úr vetrardvala og ætlar að njóta sín vel í sumar.

 Svo skrapp ég í Ikea um helgina og bætti bleikum latte glösum við, svo brúnu glösin og súpuskálar í jarðlitum fengu sumarfrí og litríkari skálar leysa af á meðan. og handskreytta skálinn og kannan tóna bara vel með öllu saman.


Smá stafli af nýju bollunum stendur á bakka á eldhúsborðinu, rétt við kaffivelina. 
Tekur einhver eftir kókflöskunni á bakkanum?  
svo gömul og sjarmerandi og mátuleg fyrir eitt sætt blóm,
er pínu í uppáhaldi hjá frúnni.


Má bjóða ykkur tíu dropa?

Kær kveðja
Stína Sæm

6 comments on " blómstrandi glerskápur í eldhúsinu. // flower on china in the cupboard"
  1. Flottur skápurinn þinn og svo flottir bollar og dúllerí :)

    Eigðu góðan dag!

    ReplyDelete
  2. Ja takk kannski tiu!
    Flottur skapurinn og allt inn i honum.
    Kv. Brynja

    ReplyDelete
  3. Ég væri til í tíu...
    Mikið ofboðslega er þetta fallegt hjá þér..

    kveðja Ása

    ReplyDelete
  4. yndis hjá þér Stína mín , væri sko til í meira en tíu hjá þér:)
    alltaf svo gaman að kikja hér inn ,
    með kveðju
    Auður

    ReplyDelete
  5. Very nice pictures ;-)

    Have a wonderful day and a great weekend.

    ReplyDelete
  6. Æðislega krúttlegt hjá þér og svo fallegar myndir
    Gaman að akoða það sem þú gerir hjá þér
    Bestu kveðjur úr sólimmi í Stokkhólmi
    Sif

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature