Ég sá um daginn mynd hjá einni bloggvinkonu af stráum í glerflöskum, sem stillt var upp í beinni röð í hillu....
Það var ekki að spyrja að, ég stótti nokkrar flöskur uppí skáp og hljóp svo yfir í næsta garð í húmi nætur, með skæri og nældi mér í strá..
Þið hafið kanski séð það áður,
en það glitti meðal annars í þetta í þessum pósti hér.
Nokkrum dögum seinna var ég í göngutúr með tengdadóttirinni niðri við sjó og sá þá þessi svakalega flottu og stóru strá, svo skærunum var kipt með í vinnu næsta dag og komið við á leið heim og klipptur vænn vöndur.
Svona líta svo nýju stráin út í glerflöskunum.. ofureinfalt haust skraut.
já það þarf ekkert að kosta mikið að breyta pínu til og punta hjá sér.
Hilluberana keyptum við í versluninni Unika fyrir nokkuð mörgum árum síðan og ætluðum þeim stað í forstofunni á fyrra heimili okkar. Síðan hefur verið flutt og fallegu hilluberunum ætlaðir nokkrir staðir í húsinu. En loks enduðu þeir hér á þessum vegg, eftir mikla biðlund ofaní skúffu
og ættu hvergi annarsstaðar að vera.
Eru þetta ekki dásamlegustu hilluberar sem þið hafið séð?
Gamaldags, sjúskaðir og með rósum... algjör chabby chic dásemd!
Eru þetta ekki dásamlegustu hilluberar sem þið hafið séð?
Gamaldags, sjúskaðir og með rósum... algjör chabby chic dásemd!
Svo flott hjá þér og hilla kemur vel út á þessum vegg.
ReplyDeleteKv.Hjördís
Hillan er dásamleg og stráin sóma sér vel þarna, góð hugmynd :)
ReplyDelete