Glerskápurinn í eldhúsinu er ekki eini skápurinn sem ég státa af hérna heima.
En í borðstofunni er annar, sem hefur ekkert verið mikið til að mynda hingað til, þó hann hafi nú lítillega ratað hér inn.. amk að hluta til.
En í honum hefur eiginlega bara verið hrúga af gleri(glös og skálar osvoleiðis) bláa mávastellið og dúkarnir mínir (misvel raðaðir í botnhillunni)
Eiginlega ekkert verið nógu vel sviðsett hingað til, svo mér finnist eithvað punnt af innihaldinu.
Eftir velhepnaða Ikea ferð um daginn varð pínu breyting í skápnum....
en ægilega fallegir hvítir diskar og skálar bættust við og gáfu innihaldinu pínu karakter.
Glerdótið var aðeins grisjað og sumt fór inní eldhús og annað fær bara að sitja í kassa í geymslunni, (hægt að grípa í það ef við viljum skála í freyðivíni eða ef óvenju margir þiggja hjá mér léttvín samtímis)
Ég hafði séð þessar skálar á bloggsíðu hjá einni í Ástralíu og fór sér ferð í Ikea til að ath hvort þær væru til hér líka, og mikið varð ég glöð við að finna þær í hillunum...
Svo fann ég diska líka í stíl, sem eru einmitt það sem ég hef leiðað að til að hafa sem svona betri diska og hlakka bara til að dekka upp með þeim og sýna ykkur þá í öllu sínu veldi á uppá búnu borðinu... ætla að næla mér í blóm og fíneri og svo fáum við sumarborð á næstunni með nýju diskunum.
Hvernig líst ykkur á það? Það verður jafnvel bara á pallinum