Ég ætla aðeins að bjóða ykkur inn í eldhúsið til mín.
Ég hef ekki gert neinar meiriháttar breytingar á eldhhúsinu, meira svona bara puntað og skreytt, á minn hátt.
hér er td te og krydd skápurinn sem ég er svo hrifinn af....
í góðum félagsskap með kaffivelinni dásamlegu.
þessari gömlu hillu var bjargað úr áralangru bið í kjallaranum hjá tengdó,
og eftir smá málningarmeðferð fer bara voða vel um hana fyrir framan þvottarhúsdyrnar...
þar sem hún er að sjálfsögðu puntuð með þvottaklemmum og eldgömlum þvottaskrúbb...
nema hvað!
Ekkert eldhús getur verið án bökunarkróks er það?
þar eru ýmis áhöld og uppáhaldið mitt.. gömlu hnifapörin sem amma og afi áttu
og eru mikið notuð skal ég segja ykkur!
Hér er svo eldhúsið í heild, með grænni innréttingu, eikarlistum og mismunandi flísum
Eikarlistarnir eru fremur ofarlega á "paint me white" listanum mínum og þá virkar allt mun betur held ég, enda alltaf voða veik fyrir grænu... það er bara svo mikið ég ;)
Takk fyrir komuna.
kveðja úr eldhúsinu