Top Social

kósýkvöld heima

September 30, 2011
Það er komið föstudagskvöld og úti er rigning og rok.



Ég get fátt hugsað mér betra en að sitja í gamla slitna stólnum mínum með kaffibollann og njóta þessa að vera inni og hlusta á vindinn berja á húsinu (er í timburhúsi og verð sko vör við veðrið)

Góða helgi kæru vinir, vona að þið hafið það sem best inni.




ef ég ætti höll í Frakklandi....

September 29, 2011
Home ideas

Desire to inspire


Castles crowns and cottage


Desire to inspire

Roses and Rust


The paper mulberry

Trouvais.com



Loundry love

September 28, 2011
Torie Jayne


gypsy purple home

flickr

flickr

málar skáp og annann

September 27, 2011
það er nú eitt og annað á PAINT IT WHITE listanum mínum og eithvað hefur nú verið að vinnast af honum undanfarið... svo að stór sér á stofunni og eiginlega aðalhæðinni allri.


Td er hluti af borðstofustólunum úti í skúr í uppliftingu og stóri oliuborni skápurinn hefur verið pússaður og pússaður, grunnaður og grunnaður eftur, sagað úr honum og breytt og bætt og enn á eftir að mála meir og pússa svo yfir í lokinn ... og allt hér inni þar sem hann er engin léttavara og endurvinslan á honum er aðalega bara svo við þurfum ekki að bera hann út úr húsinu.


En þar sem málningardósirnar standa opnar og húsið í rúst hvort eð er, er eins gott að taka fleyra í leiðinni ekki satt? svo þarf að láta þorna á milli umferða og þá er lang best að hafa minna verk að grípa í. Svo lítill eikarskápur, sem hefur staðið eins og viðundur úti í horni svo að lítið ber á honum, fékk  að fljóta  með og er kominn aftur í hornið sitt og stendur þar núna hvítur og virðulegur með sínar fallegu línur og detaila og ég get svo svarið það að útvarpið inní honum hljómar meira að segja betur.






Mér fisnt þessi skápur vera ein af þessum mublum sem bara  þarf annann séns, enda einstaklega vandaður og fallegur.


góðann daginn

September 26, 2011



mér finst þetta góður dagur til að dáðst að gróðrinum í sínum fallegu litbrigðum og njóta þess á meðan enn er nokkuð hlítt í lofti og haustsólin skín á okkur.
En dásamlegur dagur!

eigið góðann dag í dag
kveðja;

í heimsókn hjá Tone.

September 25, 2011
þetta fallega hús er í úrslitum í Norges vakreste hjem 

Húsið var byggt árið 1877 en afi Tone átti það þegar hún var lítil.
Árið 1989 erfði pabbi hennar  það en hefur aldrey búið í húsinu og þegar Tone og maðurinn hennar tóku til við að gera það upp árið 2009 töldu magir að húsið  vari ónýtt en þau hafa á snilldarlegann hátt tekist að gera það undurfallegt og varðveittu margt af því gamla í því.







já ég er alveg löngu orðin sannfærð um að alhvítt heimili þarf alls ekki að vera kalt og leiðinlegt heldur getur það verið  látlaust, rómantískt og ótrúlega kósý.
Lesið meira um Tone og þetta fallega heimili hér.


þegar haustar.

September 23, 2011
Mig langar til að deila með ykkur, nokkrum af mörgum haust myndum,
 sem ég hef rekist á hjá bloggvinum á undanförnum dögum.

home shabby home


Beates verden

Dossa G

sea cottage

Hannes dagbok

litt shabby, slitt og bare mitt

RoSaLiGa

Kjerstis lykke

draumesider

Kjerstis lykke

Já það er greynilegt að haustið er insperation þessa dagana í skreytingum og myndefni hjá flestum bloggurum sem ég heimsæki í netheimum. 




Hafið það sem allra best um helgina
kveðja og knús;

í eldhúsinu

September 22, 2011

Ég ætla aðeins að bjóða ykkur inn í eldhúsið til mín.
Ég hef  ekki gert neinar meiriháttar breytingar á eldhhúsinu, meira svona bara puntað og skreytt, á minn hátt.
hér er td te og krydd skápurinn sem ég er svo hrifinn af....

í góðum félagsskap með kaffivelinni dásamlegu.

þessari gömlu hillu var bjargað úr áralangru bið í kjallaranum hjá tengdó,
og eftir smá málningarmeðferð fer bara voða vel um hana fyrir framan þvottarhúsdyrnar...

þar sem hún er að sjálfsögðu puntuð með þvottaklemmum og eldgömlum þvottaskrúbb...
nema hvað!

Ekkert eldhús getur verið án bökunarkróks er það?

þar eru ýmis áhöld og uppáhaldið mitt.. gömlu hnifapörin sem amma og afi áttu
og eru mikið notuð skal ég segja ykkur!


Hér er svo eldhúsið í heild, með grænni innréttingu, eikarlistum og mismunandi flísum
(sem mér líkar reyndar mun betur  en bláa baðherbergið)
Eikarlistarnir eru fremur ofarlega á "paint me white" listanum mínum og þá virkar allt mun betur held ég, enda alltaf voða veik fyrir grænu... það er bara svo mikið ég ;)





 Takk fyrir komuna.


kveðja úr eldhúsinu

Auto Post Signature

Auto Post  Signature