það er nú eitt og annað á PAINT IT WHITE listanum mínum og eithvað hefur nú verið að vinnast af honum undanfarið... svo að stór sér á stofunni og eiginlega aðalhæðinni allri.
Td er hluti af borðstofustólunum úti í skúr í uppliftingu og stóri oliuborni skápurinn hefur verið pússaður og pússaður, grunnaður og grunnaður eftur, sagað úr honum og breytt og bætt og enn á eftir að mála meir og pússa svo yfir í lokinn ... og allt hér inni þar sem hann er engin léttavara og endurvinslan á honum er aðalega bara svo við þurfum ekki að bera hann út úr húsinu.
En þar sem málningardósirnar standa opnar og húsið í rúst hvort eð er, er eins gott að taka fleyra í leiðinni ekki satt? svo þarf að láta þorna á milli umferða og þá er lang best að hafa minna verk að grípa í. Svo lítill eikarskápur, sem hefur staðið eins og viðundur úti í horni svo að lítið ber á honum, fékk að fljóta með og er kominn aftur í hornið sitt og stendur þar núna hvítur og virðulegur með sínar fallegu línur og detaila og ég get svo svarið það að útvarpið inní honum hljómar meira að segja betur.
Td er hluti af borðstofustólunum úti í skúr í uppliftingu og stóri oliuborni skápurinn hefur verið pússaður og pússaður, grunnaður og grunnaður eftur, sagað úr honum og breytt og bætt og enn á eftir að mála meir og pússa svo yfir í lokinn ... og allt hér inni þar sem hann er engin léttavara og endurvinslan á honum er aðalega bara svo við þurfum ekki að bera hann út úr húsinu.
En þar sem málningardósirnar standa opnar og húsið í rúst hvort eð er, er eins gott að taka fleyra í leiðinni ekki satt? svo þarf að láta þorna á milli umferða og þá er lang best að hafa minna verk að grípa í. Svo lítill eikarskápur, sem hefur staðið eins og viðundur úti í horni svo að lítið ber á honum, fékk að fljóta með og er kominn aftur í hornið sitt og stendur þar núna hvítur og virðulegur með sínar fallegu línur og detaila og ég get svo svarið það að útvarpið inní honum hljómar meira að segja betur.
Mér fisnt þessi skápur vera ein af þessum mublum sem bara þarf annann séns, enda einstaklega vandaður og fallegur.
Ótrúlega flott hjá þér og það verður gaman að sjá hitt þegar það verður tilbuið;)
ReplyDeleteKv.Hjördís
Úúúúú, hvað hann er nú fallegur :) Æpir þessi hurð ekki bara á að setja blúndu á sig ???
ReplyDeletehef verið að spá í að stensla smá munstur, svona eins og sandblásið,eða setja filmu í hann. en blúnda er góð hugmynd ;)
ReplyDeleteHrikalega skemmtileg síða hjá þér, ekkert smá glæsilegt allt sem þú ert að gera.. Hversu mikið mál er það svona í alvöru að skipta um lit á húsgögnum...? er möst að vera með bílskúr, verður ekki allt út um allt ef maður reynir við þetta inni hjá sér.. er með eina viðarlitaða kommóðu sem mig langar að mála svarta.. veit ekki hvort ég þori í þetta.. hef aldrei gert þetta áður.. ;)
ReplyDeletekv.
ein áhugasöm.
sæl og takk fyrir að kikja inn og kommenta hjá mér.
DeleteÞað er nú líklega bara matsatriði og misjaft milli manna hversu mikið mál það er að mála húsgögn, ég þoli það td alveg að það sé dagblað í miðju holinu hjá mér með stól eða skáp eða öðru álíka sem er í meðferð hjá mér tímabundið... sumar myndu líklega ekki þola það. Ég er með bílskúr, en mér finst betra að hafa verkefnin fyrir augunum, það heldur mér við efnið, en ég er líka ekkert alltaf með eithvað í vinnslu. Á tíma bili td þá var ég með nokkra minni hluti sem ég var að mála og dáldið mikið að pússa niður, þá notaði ég bara forstofuna, gat haft opið út og jafnvel farið út á tröppur til að pússa, en lokað inn í íbúðina. Svo þetta er dáldið spurning um þín þolmörk, hvað finst þér mikið mál, og hversu mikið rót á heimilinu þolir þú.
Ég segi bara go for it, ef þér líst ekkert á hvernig kommóðan kemur út, þá bara málaru hana aftur.
Gangi þér vel
kv Stína
takk fyrir þetta.. áhugaverður punktur.. ég get átt pínu erfitt að vera með svona hjá mér út um allt, þar sem ég bý ekki í stóru húsnæði og með einn lítinn gaur sem er út um allt.. var eitthvað að láta mig dreyma um að gera þetta út á svölum en þá kemur veðrið inn í þetta.. Mig langar voða mikið að gera þetta og já ég ætti bara að go for it.. ;) ... ég held allavega áfram að fylgjast með þér. Ég fyllist alveg eldmæði að gera eitthvað sniðugt.. :)
ReplyDelete