Á föstudaginn gerði ég bloggpóst þar sem við Íris Lind ömmugull vorum á leið heim úr leikskólanum í blíðskaparveðri og það var ekki laust við að það væri smá vor í lofti ....
morguninn eftir vörknuðum við svo upp við alhvíta jörð
og það varð mikil gleði með það hér á bæ, en litla systurdóttir mín hún Viktoría Rós er hjá mér um helgina
og Íris Lind ömmustelpa fékk þá auðvitað að gista líka
og þær voru ótrúlega glaðar með það frænkurnar að geta farið út í kofa að leika sér
og Logi gamli fór auðvitað með út og passaði uppá stelpurnar sínar.
Fallegi prinsinn minn sem er alltaf jafn spenntur fyrir að komast út í snjóinn en það getur þó reynt á að vera lítill loðbolti í mjúkum snjó.
Er ekki dásamegt að vera ungur og njóta þessa að leika sér í snjónum?
Hafið það sem allra best í dag.
Kær kveðja
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous