Top Social

Nýtt námskeið - stenslað á púðaver

March 26, 2018


Hverngi líst ykkur á þetta?


Ég var að fá alveg dásamlega fallega stensla frá Fusion til að nota á námskeiðum í næsta mánuði.... 
(ath að þessi stensill verður ekki í netversluni til að byrja með)


Á þessu námskeiði ætlum við að stensla  á púðaver með nýju Fusion málninguni,
 sem virkar mjög vel til að mála á efni eins og þessi púðaver ....


og fyrir ykkur sem viljið prufa hana  þá er hún líka til í svona litlum prufudósum í versluninni sem er algjör snilld enda þarf svo pínulítið af málningu í svona verkefni en gaman að vera með nokkra liti.


Eins og ég sagði þá byrjaði ég á því að fá þennan stensil bara til að nota á námskeiðunum en er ekki með hann í sölu.... ekki enn.


En á námskeiðunum verður val um fleyri stensla og ég var að fá nýja pöntun frá The stencil studio ...


og þar eru nokkrir sem ég pantaði alveg sérstaklega með námskeiðin í huga,
bæði til að stensla á blómapotta og svo á púðaverin.


Um helgina komu svo vinkonurnar Sigrún og Magga á fyrsta námskeiðið....
svona til að prufukeyra það með mér!
og þær völdu sér púðaver, stensla og liti.

og hvaða stensill haldið þið að hafi verið valin?


þessi er bara svo ómótstæðilegur að það er ekki hægt að standast hann.
og hann virkilega laðar að sér liti þessi
 og það dásemlega var hvað þær völdu ólíka liti á hann







oh þetta er svo ótrúega gaman og sjáið hvernig Magga staðsetur stensilinn á púðann sinn!

og litablandan er algjör dásemd og litirnir bara flæða saman 


 og sólin lék við okkur og gaf verkefninu alveg sérstaka athygli


og svo kom að því að taka stensilinn af og sjá hvernig til tókst
og það varð alveg svona  vaaáá móment!




ótrúlegt hvað ólíkir litir geta gert ólika hluti..
því miður gleymdist svo að taka myndir af nýju púðunum þegar fyllingin var komin í, en eins og þið sjáið á þessari mynd þá breytir það ótrúlega miklu.

Þið getið fundið námskeiðin á netversluninni og fylgst þar með þegar ný námskeið bætast við...
þar eru nánari lýsingar á mámskeiðunum og þið getið bókað ykkur.
og ef þið eruð 4 eða fleyri saman getið þið haft samband og við bókum sérnámskeið fyrir ykkur.
svomargtfallegtverslun.is

Með bestu kveðju,


Helgar lunch

March 25, 2018

Þegar góðar vinkonur koma í heimsókn til að mála og njóta dagsins
og eiginmaðurinn sér um dekrið!





Njótum dagsins

Helgarferð í Brussel

March 16, 2018


Ég fór á Fusion námskeið í Belgiu í febrúar og við hjónin notuðum tækifærið  og þvældumst aðeins um í Brussel áður.


Við gistum á hóteli í eldgamalli glæsilegri byggingu.....


þar sem gamaldags klassískur íburðurinn heillaði smábæjarstelpuna uppúr skónum


Instastory hjá mér var fullt af skrautlistum, fínum ljósum og smáartiðum frá hótelinu,

en ég ætla þó að rölta af stað og sýna ykkur aðeins af því sem  ég deildi á instastory á rölti um borgina þessa helgi.


Torgið í gamla bænum er virkilega heillandi þrátt fyrir kuldan og byggingarnar ótrúlega stórbrotnar og glæsilegar...

við erum fljót að finna kaffihús og setjast inn til að fá okkur ilmandi kaffi og ostaköku
áður en við göngum áfram.




eða þá að setjast inná næsta bar og fá okkur belgískan bjór....


en í Belgiu er nóg úrval af bjór og svona búðum með ótrúlegu úrvali af bjór af öllum stærðum og gerðum,

eða búðum með teiknimynda bókum og öllu mögulegu sem tengist Tinna bókunum þá sérstaklega
og þá heilluðu þessar myndir mig alveg sérstaklega
og við keyptum okkur að sjáfsögu eina þeirra!

og svo eru það súkkulaði búðirnar!
Þvílíkt úrval af gourme súkkulaði búðum með ótrúlega girnilegum konfektmolum, 

og svo er hægt að finna allskoanr sniðugt súkkulaði eins og td pensil haha.






þó það hafi verið 6 stiga frost úti 
(ath að það var frekar heitt hérna heima þessa viku haha)
þá voru alls staðar borð úti og fólk virkilega sat úti að borða í hádeginu!

En ekki við!


við fundum kjúklingastað sem hægeldaði kjúkling yfir opnum eldi 


og matseðillin var einfaldur

þú valdir heilan, eða 1/2 eða 1/4 af kjúkling, kryddgerð og meðlæti

og vá þetta var ótrúlega góður kjúlli!
líklega sá besti sem ég hef borðað ever!
og svo var bara rölt áfram...


og skoðað!





og sest inn í hlíjuna...
Kíkt í fleyri skemmtilegar búðir,

og sest inná falleg og skemmtileg kaffihús/bari!

við fundum stað við torgið þar sem við settumst inn oftar en einu sinni


þar gátum við setið inni í hlíjuni á virkilega fallegum stað og fylgst með mannlífinu fyrir utan 



en svo var að sjálfsögðu farið út að borða á kvöldin enda eru svona ferðir gerðar til að bara vera og njóta.


kvölstund með rauðvíni og steik er að sjálfsögðu toppurinn.

Brussel er sumsé borg með gömlum glæsilegum byggingum, bjór, súkkulaði og Tinnabókum...
og allstaðar er lykt af belgiskum vöfflum.

Takk fyrir að koma með mér í þetta litla ferðalag,
Kær kveðja,

Auto Post Signature

Auto Post  Signature