Hverngi líst ykkur á þetta?
Ég var að fá alveg dásamlega fallega stensla frá Fusion til að nota á námskeiðum í næsta mánuði....
(ath að þessi stensill verður ekki í netversluni til að byrja með)
Á þessu námskeiði ætlum við að stensla á púðaver með nýju Fusion málninguni,
sem virkar mjög vel til að mála á efni eins og þessi púðaver ....
og fyrir ykkur sem viljið prufa hana þá er hún líka til í svona litlum prufudósum í versluninni sem er algjör snilld enda þarf svo pínulítið af málningu í svona verkefni en gaman að vera með nokkra liti.
Eins og ég sagði þá byrjaði ég á því að fá þennan stensil bara til að nota á námskeiðunum en er ekki með hann í sölu.... ekki enn.
En á námskeiðunum verður val um fleyri stensla og ég var að fá nýja pöntun frá The stencil studio ...
og þar eru nokkrir sem ég pantaði alveg sérstaklega með námskeiðin í huga,
bæði til að stensla á blómapotta og svo á púðaverin.
Um helgina komu svo vinkonurnar Sigrún og Magga á fyrsta námskeiðið....
svona til að prufukeyra það með mér!
og þær völdu sér púðaver, stensla og liti.
og hvaða stensill haldið þið að hafi verið valin?
þessi er bara svo ómótstæðilegur að það er ekki hægt að standast hann.
og hann virkilega laðar að sér liti þessi
og það dásemlega var hvað þær völdu ólíka liti á hannoh þetta er svo ótrúega gaman og sjáið hvernig Magga staðsetur stensilinn á púðann sinn!
og litablandan er algjör dásemd og litirnir bara flæða saman
og svo kom að því að taka stensilinn af og sjá hvernig til tókst
og það varð alveg svona vaaáá móment!
ótrúlegt hvað ólíkir litir geta gert ólika hluti..
því miður gleymdist svo að taka myndir af nýju púðunum þegar fyllingin var komin í, en eins og þið sjáið á þessari mynd þá breytir það ótrúlega miklu.
Þið getið fundið námskeiðin á netversluninni og fylgst þar með þegar ný námskeið bætast við...
þar eru nánari lýsingar á mámskeiðunum og þið getið bókað ykkur.
og ef þið eruð 4 eða fleyri saman getið þið haft samband og við bókum sérnámskeið fyrir ykkur.
svomargtfallegtverslun.is
Með bestu kveðju,