Top Social

Nýtt og svo ótrúlega flott Macrame vegghengi í stofuni

May 6, 2017
Sástu bloggpóstinn sem ég gerði um daginn um:

Hand unnar og fallegar hnýttar vörur frá Marr netverslun.. Macramé handverk ?

Ef ekki, er málið bara að kikja á það núna!


Mig hefur lengi langað til að hnýta mér fallegt Macramé vegghengi en ekki komið því í verk og sé ekki að ég sé neitt á leiðinni með það á næstuni en þegar ég kynntist nágrönnunum mínum þeim Nönnu og Pálma og hversu ótrúlega fallegar vörurnar eru sem Nanna er að gera var málið bara leist og vegghengið komið!

Það þarf ekkert alltaf að vera að flækja hlutina.


Þegar ég breytti aðeins til í stofuni um páskana og var að koma hlutunum fyrir hjá mér aftur var vegghengið bara punkturinn yfir i'ið....


Það var pússlið sem vantaði til að fullkomna myndina.


Ég er bara að elska þetta handverk! 

Ég stendi mig að því að vera að dáðst að því öllum stunum... 
frá öllum sjónarhornum.


En vá hvað mér finst gaman að vera með eithvað nýtt inná heimilið til að deila með ykkur
og það eithvað sem mig hefur dreymt um svona lengi.


Ég byrjaði á því að setja það upp á krókinn sem er við hliðina á gömlu tekk kommóðuni og yfir gamla vínkútnum  frá tengdo, en er með annan stað í huga líka.... 
eiginlega er ég með nokkra staði sem ég hef alltaf verið að sjá fyrir mér að hafa vegghengi á, 
svo líklega á það eftir að færast eithvað til ....
og byrtast ykkur á ný.

(En þið finnið Marrvefverslun hér)

Vonandi hafið þið það sem allra best í dag.
Góða helgi
Stína Sæm.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature