Muniði eftir svarta fallega skenknum sem hún Hrafnhildur málaði og ég deildi með ykkur í mjög vinsælum bloggpósti í október?
Hér finnið þið hann:
(Hrafnhildur Urbon Málar Viðarskenkinn sinn Svartann með Milk Paint Typewriter)
Nú er svo komið að því að ég deili með ykkur furu eldhúskápnum hennar,
eins og ég lofaði í bloggpóstinum hér að ofan,
en hann fékk dásamlegt hvítt shabby chic útlit með milk paint í vetur.
Henni Hrafnhildi er nú ýmislegt annað til lista lagt en bara að mála húsgögn og ég hef séð ýmislegt vandað og fallegt handverk eftir hana síðan ég kynnstist henni.
Hún er hárgreiðlumeistari og mikil handavinnukona en prjónarnir virðast leika í höndunum á henni eins og allt annað.
Sjáið bara sjálf, hún er með síðuna HUG design shop á facebook...
skellum læki á það!
En aftur að skápnum og milk paint......
Hún málaði hann allan að innan og utan, sjúskaði hann vel niður til að fá svona Shabby chic útlit og setti nýjar alveg gordjöss höldur á hann.
Svo hún er komin með alveg nýjan sjarmerandi skáp.
En kíkjum aðeins á myndirnar af honum áður:
þar sem málningin drekkur sig inn í yfirborðið ef hún er borin á hráann við
svo áferðin verður alveg sérstaklega falleg og karakterinn í viðnum heldur sér vel.
Ég ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli og leifa ykkur að sjá hversu vel tókst til hjá henni,
mér finst alveg sérstaklega gaman að sjá hvað hún sjúskar hann mikið til að gefur honum virkilega sveitalegt og gamalt útlit.
Finst ykkur hann ekki æði hjá henni?
og hversu dásamlegt væri ekki að mála svona skáp til að hafa uppí sumarbústað þar sem hann myndi njóta sín í Íslensku sveitasælunni?
Ef þú átt húsgagn sem þig langar til að gefa nýtt útlit geturðu skoðað litaúrvalið HÉR
Verslað málninguna í NETVERSLUNI eða komið hingað til Svo Margt Fallegt í Keflavík og fengið leiðbeiningar í leiðinni.
Ég þakka Hrafnhildi innilega fyrir að senda mér myndirnar og vonandi á ég eftir að gera fleiri bloggpósta með milk paint verkefnum frá öllum þessum hæfileika ríku milk paint málurunum sem ég hef kynst í gegnum Svo Margt Fallegt.
og hversu dásamlegt væri ekki að mála svona skáp til að hafa uppí sumarbústað þar sem hann myndi njóta sín í Íslensku sveitasælunni?
Ef þú átt húsgagn sem þig langar til að gefa nýtt útlit geturðu skoðað litaúrvalið HÉR
Verslað málninguna í NETVERSLUNI eða komið hingað til Svo Margt Fallegt í Keflavík og fengið leiðbeiningar í leiðinni.
Ég þakka Hrafnhildi innilega fyrir að senda mér myndirnar og vonandi á ég eftir að gera fleiri bloggpósta með milk paint verkefnum frá öllum þessum hæfileika ríku milk paint málurunum sem ég hef kynst í gegnum Svo Margt Fallegt.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous