Top Social

Vínskápur málaður með milk paint í litunum Typewriter og Kitchen scale... dálitill bohem stíll á þessum, suðrænn og seiðandi sjarmur

April 14, 2017
Það er kominn tími til að deila nýju Milk paint verkefni með ykkur. 
Þessi töffari er viðbót í Typewriter línuna hjá mér..
en virðuleg og stór húsgögn hafa verið alveg sérstaklega vinsæl hér hjá Svo Margt Fallegt í svarta litnum Typewriter!


mig var lengi búið að langar til að mála húsgagn í þessum stíl,
svart með smá leifum af öðrum lit yfir...
og loks fann ég rétta húsgagnið fyrir verkefnið!


Ég tók enga mynd af skápnum áður, nema af þessum skúffum svo þið sjáið hvernig gerð af húsgagni þetta var er það ekki!
Það var svo byrjað á að taka allar höldur af og rétt pússa yfir allann skápinn.
Svona viður vill oft vera mjög mettur af olíum og jafnvel vaxborinn svo það er mjög misjaft hvernig gengur að mála hann, oftast gengur það alveg snuðrulaust og ég hef hingað til ekki lent í neinum vandræðum með að mála þessi húsgögn.




Fyrst var hann málaður með Typewriter, svo oliuborinn og loks málaður með Kitchen Scale yfir Hamp olíuna til að fá bara rétt leifar af málningu yfir svarta litinn. 


og svona lítur hann svo út í allri sinni dýrð,
stór og myndarlegur með djúpum skúffum og vínrekkum...
sem líka væri hægt að nota fyrir upprúllaðar diskamottur og kerti sem dæmi.



skápurinn er eins að aftan og á hliðunum svo hann gæti vel verið frístandandi en ekki bara upp við vegg.



Þessi suðræni seiðandi sjarmur er komin í sölu hjá Svo Margt Fallegt í Keflavík.
Áhugasamir geta komið og kíkt á hann,
eða sent fyrirspurn í síma 8938963 eða með tölvupóst á stina@svomargtfallegt.is

Hafið það sem allra best
Kær kveðja
Stína Sæm

Svo Margt Fallegt
Klapparstíg 9 230 Keflavík
Svo margt fallegt á
 facebook og instagram

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
1 comment on "Vínskápur málaður með milk paint í litunum Typewriter og Kitchen scale... dálitill bohem stíll á þessum, suðrænn og seiðandi sjarmur"

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature