Þá er loks kominn bolludagur og hjá mér voru bollurnar á borðum um helgina eins og á svo mörgum heimilum.
Ég gerði alvöru súkkulaði sýróp til að hjúpa þær í staðin fyrir glassúrinn,
bræddi saman suðusúkkulaði, rjóma og sýróp.
Svo til að njóta enn frekar þá skar ég smátt niður nýja girnilega rjómasúkkulaðið með karmellukurli og sjávarsalti frá nóa og líka uppáhaldið mitt kaffisúkkulaðið frá Lindu og blandaði því saman við helminginn af rjómanum ....
og svo bara setti hver á sína bollu.
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.