Það hefur nú verið fremur hjótt hér um hátíðarnar enda hef ég bara einbeitt mér að því að eiga gleðileg jól og notið hátíðarinnar með fjölskylduni og jólabókinni og þá fara samfelagsmiðlarnir í frí hjá mér....
Eitt af því sem leyndist í jólapökkunum undir trénu auk bókarinnar, var ný og flott tölva... sú gamla var farin að vera frekar þeytt og á mörkunum með að virka yfirhöfuð...
sem var að sjálfsögðu afleitt ástand fyrir konu með vefverslun, bloggsíðu og 4 til 5 samfélagsmiðla að sinna... fyrir utan þetta persónulega Facebook og Snapp.
og þó síminn sé gagnlegt tæki þá nota ég tölvuna mikið fyrir suma þessa miðla.
Þannig að þegar öll jólaboð voru afstaðin og ég búin að vera að gjóa augunum á nýja gripin hálf feimin og kvíðin fyrir þessu nýja ókunnuga tæki ákvað ég loks að taka hana fram og svo notuðum við allann gærdaginn í að kynnast aðeins og kynna hana fyrir öðrum tækjum heimilisins og að sjálfsögðu hlaða hana ymsum nauðsynjum.
Svo eru það myndirnar....
það tók mig nú góðann tíma að skoða myndaforritið sem var í tölvuni og ná mér í önnur öpp til að þvæla myndum á milli tækja og geta deilt með ykkur og bara kynna mér þetta allt saman betur og læra það.
Svo að nú í dag sat ég með kertaljós og kósýheit og fór yfir
jólamyndirnar og þreifaði mig áfram með nýjar leiðir til að koma þeim áleiðs á einfaldari og fljótlegri hátt en ég hef hingað til gert.
Svo ég vona að þið séuð bara þolinmóð á meðan lítð berst frá mér....
ég bara get ekki gert margt í einu....
á það til að týna athyglini og gleyma mér í einu en ekki öðru.
En vonandi skilar þetta sér í skilvirkara bloggi á nýju ári.
Hafið það sem allra best
með jólakveðju
Stína
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.