Er ekki vel við hæfi að við kikjum í undurfallegt heimili í Frakklandi í dag?
En þetta fallega gamal hús í provenca var endurhannað og uppgert af Mark Mertens, AM design,
þar sem steinnin, kalkaðir veggir og gömul eikargólf spila saman og skapa undurfallega heild, í sullkomnu samræmi við umhverfið og söguna.
Dæmigerðar þröngar götur í Provence liggja upp að húsinu og leiða okkur á vit ævintýra og fegurðar.
götuhliðin á húsinu er lýsandi fyrir sögulegan arkitektúrinn sem var endurskapaður við endurbæturnar.
Steinveggir sem umkringja garðinn og sundlaugina voru endurhlaðnir stein fyrir stein og ramma inn lífstílinn og fegurðina í þessu undurfallega umhverfi.
Innandyra er stíllinn einfaldur og tímalaus, nútímaleg hönnun fléttast saman við gamlann arkítektúrinn án íburðar og öll nútímatækni er til staðar svo lítið ber á.
source cotemaison.fr
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous