Þið sem fylgist með blogginu mínu vitið líklega að í mér blundar lítill bóhem,
hvort sem er fyrir heimilið eða fatnaður, þá er það mynstur og litir sem minna á fjarlæga menningu sem heillar.
Verslunin Indiska í Kringlunni er því eins og fjarlægur draumur.... og það bara hér í Reykjavík, með allt sitt úrval af heimilisvörum, skarti og fatnaði í Indverskum stíl.
Munstraðar eldhúsvörur, dásamlegar luktir og ljós, ilmandi te og vefnaður, mussur og kjólar svo ég gjörsamlega missi mig þarna inni.
og nú var ég að skoða nýju sumarlínuna þeirra í fatnaði og það er boho sumar 2015 línan...
og ómæ ómæ nú gæti konan svo aldeilis dressað sig upp.
En kíkjum á nokkrar myndir úr nýja bæklingnum:
Kíkið á Indiska boho magazine með því að smella á myndina hér að neðan.
Þið getið kíkt á IndiskaIceland á facebook og lækið síðuna,
þar getið þið fylgst með nýjum sendingum sem koma, en þau eru ótrúlega duglega að uppfæra fb síðuna.
Svo er það
indiska.com þar sem öll dýrðin er í netverslun.
En nú held ég að ég sé farin í Kringluna að versla.
Þar til síðar......
hafið það sem allra best,
með kveðju
Stína Sæm