
Nú er ég loks komin með aðstöðu fyrir tölvuna mína, þar sem ég get setið og unnið í blogginu.
Aðstaðan er bara skifborð úti í horni í sjónvarpsholinu en þar langar mig til að gera pínu huggó og fallegt í kringum mig,
gera svona moodboard með krítarmálningu og hengja þar upp og líma fallegar myndir, orð og fallega hluti sem hafa áhrif á mig hverju sinni.
Geta haft minnispunkta fyrir framan mig...