Top Social

veturinn gefur tóninn í stofunni

January 30, 2014

Það er óneitanlega enn smá vetrarstemning í stofunni hjá mér eftir að allt jólaskrautið hvarf sína leið, 


brúnir tónar og gyltir eru allsráðandi í teppum, púðum og kertastjökum

Ljósmyndarinn Elena Shumilova

January 29, 2014
Ég tók saman myndasyrpu  þar sem veturinn skartar sínu allra fegursta, 
en ljósmyndarinn Elena Shumilova skapar sannkallaða ævintýraveröld í fallegu umhverfi og með hjálp barna sinna og gæludýra glæðir hún myndirnar alveg sérstöku lífi.

Blogg skipulag // Blog schedual,

January 28, 2014
Í síðustu viku tók ég mig á og kom smá skipulagi á bloggið á ný,

Það hentar mér vel að hafa ákveðið þema fyrir ákveðna daga vikunnar, 
þá er einfaldara að ákveða hvað ég ætla að gera í dag og jafnvel að eiga fyrirframtilbúna bloggpósta td innlit fyrir næstu viku osfr


En skipulagið heldur áfram með svipuðu sniði og áður:
 sætur sunnudagur, mánudagsinnlit, kynning á vöru, stílista eða ljósmyndara á miðvikudögum, Hótel, veitingahús eða álíka á föstudögum, helgar myndasyrpa á laugardögum og svona litlir  hversdagspóstar á þriðjudögum þegar vel hittir á ,
 fyrst og fremst ætla ég að taka mig á í að koma með pósta hér að heiman sem ég set inná milli og nú þegar eru nokkrir væntanlegir.



og á meðan amma bloggar sefur litla Íris Lind vært í vöggunni sinni við hliðina á mér í eldhúsinu og lætur fátt trufla blundinn sinn


kveðja 
Stína Sæm


Heima hjá fótboltafrúnni fallegu

January 27, 2014
Mig langar til að kynna fyrir ykkur fótboltafrúnna Caroline og fallega heimilið hennar.
Ég rakst fyrst á  bloggið hennar í gegnum grein, þar sem fjallað var um mynd sem fékk gríðarlega athygli á instagram þar sem hún var támjó i toppformi örfáum dögum eftir að hún fæddi dóttur sína, í greininni var bloggsíðan hennar nefnd og fékk eiginlega ekkert mjög jákvæða umfjöllun.

En ég klikkaði á síðuna og festist þar heilt kvöld að skoða og eiginlega bara alveg dolfallin yfir heimilinu hennar og hversu flottar allar myndir eru, hversu hegómlegar sem þær svosem kunna að vera, en hún situr fyrir sjálf í hverjum pósti, en það er eins og atvinnuljósmyndari fylgi henni alla daga. (er þó ekki að fullyrða að svo sé)
Að þvælast um bloggsíðuna hennar er eins og að vera í einhverri draumaveröld finst mér, þar sem allt er fallegt, húsmóðirin sjálf, heimilið hennar, allt sem tilheirir barninu og stíliseringin á hversdagspóstunum... þið vitiið; kaffibollinn á bakkanum, kósy móment á náttfötunum og fleyra álíka.
Bloggið hennar byggist að mestu á tísku- og heilsu póstum þar sem hún situr fyrir í hátískufatnaði eða sýnir okkur flottar æfingar, heilsumat og samstæð æfingarföt, eins og það sé klipt út úr tískublaði eða lífstilstímariti.

En það sem heillar mig fyrst og fremst er heimiið, svo stílhreint og einfalt og hversu fallega stílfærðar myndirnar hennar eru, það er nefnilega ekki hægt að neita því að fótboltafrúin er 100% smekkmanneskja.
Svo ég ætla að deila með ykkur myndum af heimilinu sem ég fann svona hér og þar um bloggið hennar allt síðasta ár.


Við byrjum á því að skoða andyrið....
 
þar sem frúin sjálf tekur á móti okkur í náttfötunum með kaffibollann,
alveg nýstiginn frammúr rúminu sýnist mér ;)





Forstofan er eins og allt heimilið, heimilisleg og falleg í einföldum og stílhreinum skandinaviskum sveitastíl.



þaðan kíkjum við inní borðstofuna



þar sem okkar bíður fallega uppdekkað morgunverðarborð með fullt af hollum kræsingum og Greengate matarstell í pastellitum,


fölbleikar rósir sem tóna svo  vel við fallegt heimilið,





og prúðbúin frúin getur svo sannarlega boðið upp á veislukvöldverð,
og borðdekkningin er alveg dásamlega falleg.
Hér er hún í voða fínum óléttukjól, enda myndin tekin í nóvember  bara rétt áður en dóttirin fæddist.



Stílhreint matarstellið, klassísk og falleg hnífapör bundin saman með hvítum litlum vængjum, litlar hvítar rósir í glerflöskum og silfurlituð kertaglös príða þetta fallega veisluborð.

En við skulum nú halda áfram að skoða heimilið:

Hér er falleg hangandi vagga komin upp fyrir litla væntanlega krílið og sniðugur ungbarnastóll við borðstofuborðið,

Heimilishundarnir tveir láta fara vel um sig í kósy horninu í stofunni,

Þar sem frúin kann nú alveg að hreiðra um sig.....

með morugnverðinn og góða bók á góðum degi.


Hér er svo heildarmynd af stofunni,

Þar sem að sjálfsögðu er góður arin til að ilja sér við á köldum kvöldum.

Nokkur smáatriði í stofunni, hér er það hauststemningin með loðnum púðum, haustblómi og gæru.
Einfalt en hlílegt.
Næst kíkjum við aðeins á eldhúsið,

svo bjart og fallegt

og frúin býður að sjálfsögðu uppá ilmandi kaffibolla

og hún kann svo sannarlega gott að meta, en hún er að safna Greengate stellinu
 (sem er í svooo miklu uppáhaldi hjá mér) 
og ekki bara stökum bollum, sitt af hverju mynstrinu...

nei hún á heilu settin af nokkrum uppáhlds mynstrum, 
eins og þessu sem er svoo endalaust fallegt og nokkur önnur að auki.


sem hún svo notar hiklaust og blandar saman og nær svoan fallegri huggó stemningu.


Uppi er svo sjónvarpsholið .
þar sem við látum fara vel um okkur

og vá hvað mér finst þetta borð dæmalaust fallegt.

Svefnherbergið lætur lítið yfir sér


bara notalegt go huggó er það ekki?



toppurinn í svefnherberginu finst mér þó vera kaffivelin og fallegu bollarnri á baka á sjónvarpskenknum,
þarf alverlega að íhuga að fá mér eina svona í svefnherbergið, 
algjört möst þegar herbergið er á eftir hæð ;)


enda kann þessi að hafa það huggulegt.

og ómæ ómæ
mig langar nú bara að skella mér í þetta freyðibað...


með ískalda hvítvín í fötu og tvö glös,
úllala.

Þessi tískufrú á sko fallegt fataherbergi

 og fullt af skóm að sjálfsögðu.




En svona eru tískupóstarnrir,
hér er annar óléttukjóll sem hún var myndum í, í bak og fyrir og pínulitla bumban fær aðeins að njóta sín á sumum myndum.

Svo óaðfinnanleg,
 smart og lekker í einum af ótalmörgum tískupóstum.


Verðandi móðirin alveg tilbúin fyrir komu dótturinnar, sýnir okkur vagninn sinn,
í toppformi, ótrúlega nett og fín rétt áður en barnið kom í heiminn

vaggan klár í stofunni.


og barnaherbergið!!!
Það er sko efni í heilann póst sem þið sjáið fljótlega,
en þar hef ég fengið innblástur fyrir herbergi litlu ömmuprinsessunar minnar.


Svo fæddist þessi oggulitla dama 25. nóvember síðastliðinn og á eftir fylgdu margir fallegir bloggóstar um allt sem við kemur litla krílinu go móðurhlutverkinu.

En þetta er eiginlega orðið mikið meira en nóg af þessari draumaveröld.

Við þökkum Caroline fyrir að deila með okkur, og mæli með að þið kíkið á bloggið hennar, 
Sérstaklega ef þið hafið áhuga á tísku, líkamsrækt og heilsu.

Kær kveðja
Stína Sæm







Mánudagsinnlit í svart & hvítu....nordic cool frá Bobedre,



Sætur sunnudagur með ljósmyndaranum Kate Quinn Davies // sweet Sunday with photographer Kate Quinn Davies, foot photography

January 26, 2014

Auto Post Signature

Auto Post  Signature