Top Social

Barnaherbergi í hvítu og bleiku

October 17, 2013
Ég var að skoða barna-pinboardið mitt á pinterest í dag,
 en ég hef verið að safna í pinboardið fallegum myndum af barnaherbergjum í langann tíma þó ég sé ekki mikið að blogga um barnaherbergi, 
svenngaarden
Þar er td mikið safn af hvítum fallegum norskum herbergjum, þar sem stílinn er þessi hvíti skandinavíski sveitastíll, með gömlum hvítum shabby húsgögnum,  panilklæddir veggir og hvítmáluð gólf, kanínur í öllum mögulegum stærðum koma mikið við sögu og fallegar litlar töskur.
henriettelavik.blogspot.com
Af mörgu er að taka, en í þennann póst valdi ég stelpu herbergin í hvítu og bleiku, bæði af því að það er jú bleikur október og svo er farið að styttast óðum í að litla ömmustelpan mín líti dagsins ljós svo bleikt er málið í dag.


oldchic.blogspot.com
Gamlar fallegar gersemar eins og eldgömul barnarúm sjást hér og þar, eins og þetta hér að ofan sem er með þeim fallegri sem ég hef séð og rúmteppið alveg fullkomið.
jordgubbarmedmjolk.blogspot.com


Það var sko ekkert auðvelt að velja úr öllum þeim fjölda af myndum sem ég hef safnað í gegnum tíðina og margar af þessum myndum búnar að vera í mínu safni fremur lengi. 
houseofphilia.elsasentourage.se

Ég vil benda á að við hverja mynd er linkur sem vísar á bloggið sem myndin kemur frá, 
sumar myndirar vísa ykkur jafnvel á alla bloggpósta sem eru um barnaherbergi á viðkomandi bloggi og sum herbergin hafa breyst mikið síðan viðkomandi mynd var tekin.

skoðið og njótið:


sommerhusliv.blogspot.com

desde my ventana


juliasvitadrommar




godegrunner.blogspot.com

Desde my ventana



juliasvitadrommar

juliasvitadrommar


home by caroline



Er þetta ekki fallegt?
og hvað segið þið,
er einhver sem nýtir sér linkana til að þvælast um og finna fleyri gersemar á netinu,
og skoða betur það sem vekur helst áhuga?

Takk fyrir að vera hér
og gefa ykkur tíma til að skoða bloggið.
kær kveðja
Stína Sæm




Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature