jæja það fer lítið fyrir sól og hita þetta sumarið hér hjá okkur,
ég vil nú samt sem áður minna á
link partýið hér á blogginu þar sem áskorunin er að gera sumarbloggpóst og deila með okkur.
Ég vona að einhverjir duglegir bloggarar fari nú að geta bloggað um sumar, sól og notalegheit.
Sólin lætur amk sjá sig inn á milli skúra hér hjá okkur og mér skilst hún láti sjá sig með hita og blíðu annarstaðar á landinu þessa dagana.
Til hamingju með það, þið sem njótið góðs af :)
Ég á til myndir sem ég tók fyrir tveimur vikum síðan, þegar við áttum virkilega heitann og góðann dag hér á pallinum hjá mér
og ætla að taka ykkur með mér í smá skoðunarferð um útisvæðið hér heima.
Við byrjum uppi á stigapalli,
þar sem ég sé yfir allann pallinn og get spjallað við nágrannana yfir háann skjólvegginn,
en svalahurðin er út af efri hæðinni.......
og svo eru tröppur niður á pallinn
Þarna við kofavegginn getum við sest út og notið morgunsólarinnar,
þarna vorum við búin að sitja með kaffi og bók allann morguninn og skuggin að læðast yfir þetta svæði enda myndin tekin um hádegi...
og sólin á þessum tíma er alveg að ná að bekknum sem ég er með upp við bílskúrsvegginn.
í millitíðinni er ljúft og gott að sitja í gömlum stól sem er við stigann, en fékk ekki að vera með í þessari myndasyrpu.
Logi minn finnur þó alltaf skugga einhverstaðar og forðar sér úr sólinni, annað en húsmóðirinn sem eltir þessa gulu eins og vitleysingur um allann pall með púðana og kaffibollann ;)
Þetta er bekkurinn minn, sem ég get notað sem sófa og......
snúið að sólinni og notað sem sólbekk,
og vá hann var sko alveg að virka þennann daginn!
Svo þegar líður á daginn er oft orðið virkilega hlítt og gott úti á bletti og gott að setjast á bekkinn hinum megin við kofann minn góða
þarna er ég með smá garðyrkjuaðstöðu, en ég hef aðeins verið að reyna að koma garðinum í samt lag, langar í virkilega gróinn og fallegann garð... vantar bara pínu uppá þekkinguna og dugnaðinn hjá konunni.
En það kemur allt
Við kofadyrnar setti ég niður nokkur sumarblóm,
svo þar er bleikt og blómlegt á að líta í dag
og svo er ég með sólina seinnipartinn og á kvöldin þarna á tröpunum og á svölum sem ég á nú alveg eftir að gera kósý og fínar í sumar.
Vonandi á ég nú eftir að nota aðstöðuna mína aðeins meira i sumar.
En ég kvet ykkur til að taka áskoruninn og vera með í bloggpartýinu okkar