Top Social

Ofurfallegt gamalt sveitasetur í Fraklandi.

July 31, 2013


Rustic summer

July 27, 2013
tumblr.com

sit úti og prjóna

July 24, 2013
 Það varð svo heitt á pallinum hjá mér í dag að ég settist út á blett með prjónana mína,

 En þessa vikuna hef ég bara setið og prjónað á litla væntanlega ömmugullið, fagna sólinni og sit úti og prjóna.

já og hér er bara prjónað bleikt, 


og hver skyldi svo leynast undir bekknum hjá mér!


Ég skelli þessum með í bloggpartýið og hvet ykkur, enn einu sinni, til að skoða bloggin sem eru komin þar inn ef þið hafið ekki þegar séð þau öll.

Njótið sumarsins,
kveðja 
Stína Sæm



July 19, 2013
Sumarfríið mitt er á enda,
fyrsti vinnudagurinn er í dag,


en það þyðir ekki að ég geti ekki notið hvers blíðviðrisdags sem okkur er boðið uppá ....


ég get sest út eftir vinnu ef vel viðrar, 
notið og deilt.

Myndirnar með þessum pósti tók ég td seinnipartinn í fyrradag, þegar sólin lét sjá sig næstum allann eftirmiðdaginn.

Eigið góðann dag
kær kveðja
Stína Sæm 



úti undir berum himni

July 18, 2013
Ég er búin að heita sjálfri mér því að setjast út á hverjum degi það sem eftir er sumars,
ég á peysur og teppi og ætla að nota þá aðstöðu sem ég hef hér úti (nema kanski í mikilli rigningu) 
Svalirnar hjá mér hef ég td ekkert verið að nota að ráði, 
enda flennistórar og eiginlega bara hálftómlegar.
En svo um daginn kíkti ég á útsölu hjá Indisca í Kringlunni ....

sumarstíllinn í eldhúsinu

July 16, 2013
Stílistar Skona hem eru alveg með sveitalega sumarstílinn á hreinu....

Innlit hjá stýlistanum og bloggaranum Tant Johanna

July 15, 2013
Hjónin Adam og Johanna eru samstíga þegar kemur að því að innrétta heimili sitt í Gautaborg en stíllinn er blandaður og í pínulítilli íbúðinni virðist nóg pláss enda öllu haganlega fyrirkomið.  




Adam er sölumaður í tískubransanum og Johanna er stýlisti og bloggar á netsiðunni lovelylife.se sem er skemmtileg síða fyrir heimilið og þar rakst ég á falleg innlit og svo margt annað fallegt til að deila með ykkur hér á blogginu. 

photos: Rebecca Martyn
sours: skonahem
innlitið byrtist í heild sinni í Sköna hem nr 5.





Eigið góðann mánudag
kveðja 
Stína Sæm

Innlit hjá bloggaranum og innanhússtílistanum Anna Truelsering

Heimilið sem við ætlum að kikja á í dag, á hún Anna sem er með bloggið Anna Truelsering innretningssylist, my lovely things. Anna er ein af bloggurunum sem ég hef fylgst með lengi og fengið innblástur frá.
 En fjölskyldan býr í gömlu fallegu tréhúsi sem er byggt í kringum 1930 og hafa búið sér fallegt og bjart heimili í hvítum vintage stíl.

sumarblogg

July 12, 2013
jæja það fer lítið fyrir sól og hita þetta sumarið hér hjá okkur,
ég vil nú samt sem áður minna á link partýið hér á blogginu þar sem áskorunin er að gera sumarbloggpóst og deila með okkur.

Ég vona að einhverjir duglegir bloggarar fari nú að geta bloggað um sumar, sól og notalegheit. 
Sólin lætur amk sjá sig inn á milli skúra hér hjá okkur og mér skilst hún láti sjá sig með hita og blíðu annarstaðar á landinu þessa dagana. 
Til hamingju með það, þið sem njótið góðs af :)

Ég á til myndir sem ég tók fyrir tveimur vikum síðan, þegar við áttum virkilega heitann og góðann dag hér á pallinum hjá mér
og ætla að taka ykkur með mér í smá skoðunarferð um útisvæðið hér heima.

Við byrjum uppi á stigapalli, 
þar sem ég sé yfir allann pallinn og get spjallað við nágrannana yfir háann skjólvegginn,
 en svalahurðin er út af efri hæðinni.......
 og svo eru tröppur niður á pallinn
Þarna við kofavegginn getum við sest út og notið morgunsólarinnar,
þarna vorum við búin að sitja með kaffi og bók allann morguninn og skuggin að læðast yfir þetta svæði enda myndin tekin um hádegi...
og sólin á þessum tíma er alveg að ná að bekknum sem ég er með upp við bílskúrsvegginn.
í millitíðinni er ljúft og gott að sitja í gömlum stól sem er við stigann, en fékk ekki að vera með í þessari myndasyrpu.
Logi minn finnur þó alltaf skugga einhverstaðar og forðar sér úr sólinni, annað en húsmóðirinn sem eltir þessa gulu eins og vitleysingur um allann pall með púðana og kaffibollann ;)

Þetta er bekkurinn minn, sem ég get notað sem sófa og......

snúið að sólinni og notað sem sólbekk,

og vá hann var sko alveg að virka þennann daginn!

Svo þegar líður á daginn er oft orðið virkilega hlítt og gott úti á bletti og gott að setjast á bekkinn hinum megin við kofann minn góða


þarna er ég með smá garðyrkjuaðstöðu, en ég hef aðeins verið að reyna að koma garðinum í samt lag, langar í virkilega gróinn og fallegann garð... vantar bara pínu uppá þekkinguna og dugnaðinn hjá konunni. 
En það kemur allt

Við kofadyrnar setti ég niður nokkur sumarblóm,
 svo þar er bleikt og blómlegt á að líta í dag

og svo er ég með sólina seinnipartinn og á kvöldin þarna á tröpunum og á svölum sem ég á nú alveg eftir að gera kósý og fínar í sumar.

Vonandi á ég nú eftir að nota aðstöðuna mína aðeins meira i sumar.
En ég kvet ykkur til að taka áskoruninn og vera með í bloggpartýinu okkar



strákur eða stelpa


Í dag kemur í ljós hvort ég eigi von á ömmu-stelpu eða strák,
það verður kíkt í pakkann í sónar í dag.




auðvitað eru allir að vonast eftir heilbrigðu og hraustu fullburða barni,
en miklar getgátur eru um kyn barnsins.


Kynjahlutfallið í fjölskyldunum er mjög misjaft, hjá okkur eru strákar í meirihluta en hjá hinni ömmuni eru bara stelpur.





Flestir eru á því að strákur sé á leiðinni, 
en minn maður segir þetta vera stelpu. 




 En ég... hef  bara ekki hugmynd, grunar hvorugt frekar en hitt, en bíð þó spennt eftir að vita,
 þar sem lítill galli bíður á prjónunum,  
verður pínu bleikt með í munstrinu eða bara fjólublátt??

 Eigið góðann föstudag,
hveðja frá 
ofurspenntri verðandi ömmu


sígilt setur í Andalusia -Traditional cottage in Andalusia

July 9, 2013
Draumur um sumarfrí í erlendri paradís





weranda.pl

líflegt sumarhús í bohem stíl

July 8, 2013
Hér er það bohem stílinn sem ræður ríkjum í þessu fallega sænska sumarhúsi frá 1835
en líflegir litir og munstur gerir húsið alveg einstaklega líflegt og notalegt.


innlit á bjart og sumarlegt heimili

innlit í hús með sál í Asker

Alveg einstaklega sjarmerandi og rómantískt heimili,
 sem nú keppir um titilinn fallegasta heimili Noregs 2013 í Boligpluss.

sætur sunnudagur á gigi´s cafe

July 7, 2013

í fallega Skorradalnum

July 6, 2013
Í fyrrahaust bloggaði ég um fallega bústað foreldra minna, 
en þá gisti ég í hvíta herberginu,

og lék mér aðeins með það að gera kósý stemningu í herberginu með morgunverðarbakka sem við elsku mamma stílfærðum saman, og höfðum berjasultuna hennar í aðalhlutverki.
já hún mamma hafði sko einstakt auga fyrir smáatriðunum
 og Skorradalurinn ekki eins án hennar.

Um síðustu helgi fórum við svo í stutta heimsókn í bústaðinn og áttum þar góðar stundir.....


 í þetta sinn vaknaði ég upp í þessu fallega herbergi,

og  sjáið útsýnið sem ég vaknaði upp við!


Við vorum heppin með veður, það var milt og gott, svo hægt var að njóta þess besta sem dalurinn hefur uppá að bjóða.

ég elska það hvað pallurinn er umlukinn villtum gróðri,

og að sjálfsögðu settist ég út með kaffi og lesefni

Sumarblómin sem pabbi var að setja út njóta sín vel í fallegri nátturunni 

frá pallinum liggur þessi sjarmerandi stígur um allann skóg
í skóginum hefur pabbi komið fyrir forláta bekk, 
þar sem æðislegt er að setjast niður umlukin trágróðri, með besta útsýnið og fuglasögn í stereo.



já það er ljúft að vakna upp í sveitinni.
Spurning hvar ég vakna á morgun :)

Eigið góðann laugardag
kveðja 
Stína



Auto Post Signature

Auto Post  Signature