Í dag er svo sannarlega veðrið til að leggja á borð úti og njóta sumarsins með girnilegumm dinner úti undir berum himni.
Ég skellti hinsvegar á borðið í gær og fjölskyldan borðaði úti, þó það væri ekki sól og hiti eins og í dag en alveg blankalogn og blíða þó svo að sólin hafi ekki látið sjá sig, svo teppin komu að góðum notum.
og svo sátum við áfram í kvöldblíðunni með kerti og teppi og ískalt hvítt í glasi, áður en haldið var áfram við garðverkin langt framm á nótt.
Núna er bóndinn að grilla pulsur í bongóblíðu, og svo er bara að njóta dagsin svo ég ætti að hafa eithvað af sumarmyndum til að deila með ykkur eftir daginn.
En það kemur seinna...
er farin út að sóla mig og svo í sumarkjólinn og eithvað á flakk.
sumarkveðja
Stína Sæm