Við slógum upp veislu hér um síðustu helgi,
grilluðum á pallinum og buðum ættingjum að fagna með okkur þeim áfanga að yngsti unginn okkar fermdist í vor, en hún býr hjá mömmu sinni og fjölskyldu í Noregi og er hjá okkur í sumarfríi, ásamt bróðir sínum, þessa dagana.
Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og sleptu rigningunni þennann dag
og sólin lét sjá sig með jöfnum hléum,
svo að púðar, teppi, blóm , kertalugtir og kertaglös voru dregin framm og við sköpuðum notalega stemningu á pallinum
Pappadiskar, glös, kerti og serviettur í líflegum sumarlitum sköpuðu sumarstemninguna á borðinu
og svo fórum við hér út á götuhorn og tíndum blóm sem vaxa þar villt á hverju sumri og voru akkurat í réttu litunum, höfðum þetta bara einfallt og gott.
Blómavasinn var svo tekinn inn um kvöldið og svo við gætum notið hans á stofuborðinu,
Stemningin á pallinum var svo ekki verri um kvöldið eftir veisluna þegar við kveiktum á öllum kerunum og tókum nokkrar kvöldmyndir.
Eigið góðann dag í dag,
knús og kveðja
Stína Sæm
Mjög fallegt hjá þér :-)
ReplyDeletevá en notalegt hjá þér (eins og alltaf!)
ReplyDeleteTakk innilega og alltaf jafn gaman að sjá þig :)
Deletekv Stína
En kósí hjá ykkur, fínar myndir
ReplyDeletekveðja Sif
Takk Sif
DeleteÞað er svo gaman að gera kósý útisvæði á sumrin, væri þó til í mun meira af blómum og gróðri á pallinn en það kemur :)
takk fyrir innlitið
kveðja
Stína
Mjög flott og kósí..
ReplyDeleteTil hamingju með fermingarbarnið!!
kveðja
Ása
Takk fyrir það Ása.
DeleteVið áttum svo dásamlegann dag með henni :)
kær kveðja
Stína
ohhhh.....svo kósý á pallinum hjá þér :-) Minn pallur er allt of stór....erfitt að gera kósý á of stórum palli.....lúxusvandamál...hehe
ReplyDeleteknús í kotið
hæ Kristín
Deleteég kannast við þetta með of stórann pall til að gera kósý. ég byrti venjulega bara hluta og hluta af pallinum því í heildina er hann frekar tómlegur, vantar að planta mun meiru í stór ker, helst runnagróðri til að gera pínu huggó. og svo eru það svalirnar sem eru allt of stórar. haha já þetta er svo sannarlega lúxusvandamál:)