Top Social

útí kofa

August 29, 2011
Kofinn er svo gott sem tilbúinn og hefur þegar fengið ágætis einkunn hjá yngri kynslóðinni sem hefur bakað þar möffins, eldað, straujað og lagt á borð og að sjálfsögðu boðið með sér (sem er aðalsportið)

 
Hér sést hvernig kojan nýtist sem kósý leshorn, en neðri hæðin er leiksvæði fyrir þau sem minni eru.

Á efri hæðinni  langar mig til að bæta við mun fleiri púðum svo það verði enn notalegra að hreyðra um sig innanum mjúk tuskudýr og púða með bókina. 
En útí endanum er lítið safn af disney bókum sem til voru á heimilinu.

Eldhúsið með öllum nauðsynjum (einn frændinn talaði reyndar um að það vanti uppþvottavel :)


Það hefur komið sér vel að hafa svona kósý aðstöðu fyrir Stínu frænku 
þegar litlir guttar sem ekki er treystandi til að vera einir, vilja dunda sér  endalaus við möffinsbakstur og fleyra.
Svo ég veit það á pottþétt eftir að koma sér mjög vel í framtíðinni fyrir okkur mömmurnar að geta setið saman með kaffibollann á meðan lítlir húsbændur og húsfreyjur sinna sínum störfum, undir öruggu eftirliti.

hér eiga myndir eftir að fara upp á vegg og líklega eithvað fleyra eftir að gerast til að gera pínu hlýlegra.  
Gardínukappi úr einhveju fallegu munstruðu efni og mild og falleg motta er td á listanum.
já hér ættu allir að geta unað sér vel held ég !



Það var setið einn sólríkann dag á pallinum og blómapottar málaðir og blúnduefni og serviettur límt á glerkrukkur, svo þær séru bæði fallegri og ekki brothættar.


Pínulítill og fallegur blómavasi sem gæti hvergi passað betur en í litla hvíta dekurkofann minn :)






Með kveðju
8 comments on "útí kofa"
  1. Vá! En yndislegt og flott :) Sérstaklega skotin í lesskotinu/háloftinu! Er þetta ekki risastór kofi??

    Til lukku með draumakofann!

    ReplyDelete
  2. Rosalega flott legehus - eins og að koma inn í draumaveröld. Vildi að ég væri barn og á leið í heimsókn til þín :)

    ReplyDelete
  3. alveg æðslega sætur kofinn þinn, sammála með leshornið... bara æði

    ReplyDelete
  4. vááááá hvað smáhýsið er orðið flott hjá þér mér finnst kofi alltof lítið fjörlegt nafn á svona flott hús þú verður að finna eitthvað flott nafn. Mikið væri ég til í að eiga svona fallegt afdrep

    ReplyDelete
  5. Really cute! Thanks for dropping by Beach Cottage Good Life Wednesdays and adding your link.

    ReplyDelete
  6. þakka ykkur fyrir :)
    Adda ég er sammála, þarf endilega að finna nafn á húsið. Hefur síðustu 4 árin gengið undir nafninu Kofinn.. síðustu vikurnar breyttist það í Dekurkofinn. Stínuhús/bær/kot hefur verið nefnt en hugmyndir eru vel þegnar

    ReplyDelete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature