Ég rambað einu sinni á þetta einstaka sumarhús (held amk að þetta sé sumarhús) og bara varð að deila því með ykkur
sjáiði hvað þetta er lítið og kósy....
hér er hægt að setjast undir tré eða bara liggja í hengirúmi og njóta blíðunnar
í garðinum er ægilega fínt gróðurhús, álíka stórt og húsið sjálft, og þar er þessi fína aðstæða til að dunda sér við að sá og umpotta.
Hér sjáum við mynd af innganginum sem er tekin úr kojunni innst í húsinu...
jebb ekki er það stórt!!
Krúttlegasta eldhús ever...
svo retro og flott.
svo er rómó stemning í hinum endanum með kertum...
á fallegu, gömlu hvitmáluðu borði, og sætur ruggustóll
já hér er sko alt til alls
rautt og hvítt er alveg málið hér....
ketillinn og pannann er meira að segja í rétta doppótta lúkkinu...
og svörtu og hvítu flísarnar fullkomna myndina alveg.
bleikt og hvitt í þessum enda... og það er alveg að ganga upp með rauða litnum finst mér.
svo er öll snyrti aðstaða úti....
tannburstinn, þvottabalinn og þvottabrettið .....
ómæ hvað mér finst þetta flott!!
Útikamar og þessi einstaklega flotta snyrtiaðstaða upp við vegginn...
gæti það verið meira sveitó!
hér er svo baðaðstaðan..
með bleikum bala að sjálfsögðu.
og auðvitað er vaskað upp úti!
já hér höfum við allt sem þarf,
og smekkvísi og fegurðarskyn hefur hefur ráðið ferðinni í allri hönnun á þessum litla búskap.
ljósmyndari er Eva Kylland hjá
Living inside
en ég veit ekki hvar þetta er eða hver á það.
Takk fyrir innlitið og hafið það sem allra best í dag,