Top Social

Nýmálaðir stólar á pallinum

August 9, 2018



Ég notaði góða veðrið í gær til að mála smá utandyra.... það hafa nú ekki verið mörg tækifærin til þess i sumar


En fyrr í sumar tók ég Ikea stólana sem hafa staðið hér úti í nokkur ár og voru orðnir mjög flagnaðir og komin svona grá, loðin áferð einhvernvegin, á þá, svo ég pússaði alla lausa málningu af og þetta gráa loðna.... Ég byrjaði þó á að þrífa þá og það er ALLTAF  það sem við þurfum að byrja á þegar við ætlum að mála húsgögn.
Þrífa vel, pússa alla lausa málningu af og svo má huga að því að mála!
Ég byrjaði að mála með gráa litnum Soap stone frá Fusion mineral paint
 (sem ég er nýja málnigarlínan sem ég er með)


Hér er eiginlega fyrir og eftir mynd. Rosalegur munur á stólunum en mér fanst þó blái tónninn í Soap stone koma aðeins of mikið fram í þessu umhverfi.


Soap stone er einn af þessum gráu sem geta alveg skipt um tón eftir því hvað er í kringum hann og með hvítum bakgrunn td er hann allt öðru vísi.


Virkilega skemmtilegur og flottur litur á þessum stól.
Enn....
þarna kemur þetta eeeen!
Ég hef ekkki alveg verið að fella mig við bláa tónin svo stóllinn fékk bara aðra umferð í gær


og í þetta sinn var það græni liturinn Lichen, sem er frekar dimmur, grágrænn litur sem passar rosalega vel við svart.


Svo ég tók svartann púða sem hefur verið notaður á pallinum í sumar 
og stenslaði mandala munstrið á hann


í munstrið notaði ég sama græna litinn í bland við hvitt


Er bara rosalega sátt við niðurstöðuna...
og Fusion er alveg vatnsheld og mjög sterk málning sem hentar vel á útihúsgögn ef við viljum alveg þekjandi áferð og svo þekur hún svo vel að eftir eina umferð er liturinn heill fallegur, 
en þó ætla ég að fara amk eina eða tvær umferðir yfir arma og setur þar sem mesta vatnið liggur til að verja þá enn betur.


Svo er bara að njóta

Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature