Top Social

Sætur sunnudagur í júlí

July 22, 2018



Grísk jógúrt með muslí og berjum er í miklu uppáhaldi hjá  Íris Lind svo það er að verða hefð þegar hún er hjá ömmu og afa.


Gríska jógúrtin hefur að vísu ekkert með sumarfríið okkar á grísku eyjuni krít að gera, 
enda varð ég lítið vör við jógúrt þar fyrir utan að finna út síðustu dagana hvar það var í morgunverðarhlaborðinu.... hjá eftirréttunum og ávöxtunum og veit ekkert hvernig þeir nota það.


Musli, jógúrt og ber, helst í glerglasi á fæti, er einfaldur og svo ótrúlega girnilegur og fallegur morgunverður....
og ekki er verra að börnin falla fyrir því líka

punkturinn yfir iið er svo að dreifa smá sýropi eða hunangi yfir til að fá smá extra sætubragð


litlir puttar læðast í hunangið....


og svo er bara að borða með bestu lyst!
Fallega ömmumúsin mín!


Ummm girnilegt og ljúffengt,
eigið góðan og sætan sunnudag elskurnar.


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature