Top Social

við bökum úr rabbabara í dag

July 29, 2018

Ég stóð ömmugullið að því að vera að stela einum rabbabara í næsta garði...
með Loga litla með sér að sjálfsögðu en hún er búin að vera með hann í taumi allt sumarfríið sitt hvort sem þau eru úti í garði eða að þvælast hér á milli húsa í götuni,


og þegar ég sá rabbabarann langaði mig í eithvað nýbakað og sætt úr honum 
svo ég bað hana að sækja nokkra í viðbót fyrir okkur.

Ég tek það fram að við höfum  leyfi til að nýta hann svo það var allt góðu 
og þau náðu í nokkra í viðbót í baksturinn.


Ég er rosalega hrifin af alls koanr crumble eða mulnings uppskriftum, hvort sem það er epla, berja eða rabbabara...
kanski af því að það er svo einfalt og ég er ekki mikið fyrir að flækja hlutina í eldhúsinu og þetta er meira svona  hlutföll af hráefnum en engin sérstök uppskrift.


ég þurfti  bara nokkra rabbabara sem ég skar niður í litla bita 


 nógu mikið til að þekja botninn á pönnuni (eða eldöstu móti)


svo þar sem rabbabarinn er svo súr og þetta var ætlað fyrir litlu músina mína og vinkonu hennar þá bætti ég við slmá af jarðaberjum sen ég átti í frystir... auðvitað væri ekki verra að nota fersk.


svo sáldraði ég smá súkkulaðirúsínum yfir,


bara sirka svona eru hlutföllin ...
botnfylli af rabbabara, slatti af jarðaberjum og smá rúsínur. 
Ekkert flókið!

Svo er það mulningurinn:
  ég blanda saman mjöli, smjöri og sykri
í hlutföllunum einn af mjöli og hálfur af smjöri og hálfur af sykri .
Ég hef mjölið 50/50 bæði hveiti og haframjöl og  notaði venjulegan sykur núna, en nota oft púðusykur.
ég  britja niður smjörið og svo blanda ég þessu saman í höndunum.
og dreifi því svo yfir pönnuna


 inní ofn og baka það í ca 30 min við 200°c


 og svo er það borið fram heitt, með fullt af ís og ég átti smá af bláberjum sem við höfðum með núna


stelpurnar borðuðu með bestu lyst 


þó annari hafi nú að vísu þótt ísinn betri en rabbabarinn haha 



Þetta er eins og ég segji virkilega einfalt og gott og bara grunn uppskrift sem hægt er að útfæra fyrir allskonar crumble og svo auðvelt að snúa yfir í hollari útgáfu líka með spelti, haframjöli og hollari sætuefnum.

En eigið nú ljúfan og sætan sunnudag elskurnar.

Smá bohem stemning heima

July 26, 2018


Munum eftir að gefa okkur tíma fyrir það sem veitir okkur ánægju.
Njótið dagsins í dag
og takk fyrir að kíkja við.

kveðja

Plaststóll málaður með Fusion málningu

July 24, 2018

Ég á nokkra, virkilega upplitaða og sjúskaða, græna plaststóla sem ég hef stunudum spáð í að losa mig við, en þeir eru bara geymdir undir tröppum á pallinum og notaðir ef eithvað stendur til og vantar fleyri sæti úti..... sem er ekki oft skal ég viðurkenna.
Ég hafði séð svona plast stóla málaða á Fusion síðuni svo ég freistaðist til að prufa


Tveir af stólunum eru þó notaðir uppi á svölum og þeir eru aðeins öðruvísi en restin með aðeins hærra baki svo ég valdi einn af þeim til að byrja á.



og þar sem það er nú ekki alltaf veður til að mála útihúsgögn utandyra þá tók ég einn þeirra inn,
þreif hann vel og svo bara málaði ég beint á plastið með litnum Ash frá Fusion.

Fusion er akríl málning með mikla viðloðun en við erum þó með efni sem heitir ultra grip og er notað sem grunnur á hluti sem eru virkilega sjæni og ekki hægt að rispa yfirborðið, eins og td húsgögn með laminate-plasthúðini, gler eða álíka. 
og í flestum tilfellum myndi ég mæla með því líka á svona plast stóla en þessir voru svo virkilega veðurbarðir að plastið var alveg matt og yfirborðið bara orðið frekar gróft.
Svo ég bara málaði beint á plastið, 
eina umferð.


Hér er svo fyrir/eftir mynd,
nýmálaða stólnum stillt upp með einum ómáluðum... sem væntanlega er þá næstur undir pensilinn!


En hér koma svo nokkrar myndir af stólnum niðri á palli:


Liturinn Ash er alveg kolagrár, næstum svartur en ekki alveg,





jújú og svo eru fleyri málningarverkefni á pallinum sem ég á eftir að sýna ykkur.

 Fusion málninguna finnið þið í netversluni:

og svo set ég inn linka á góð ráð og leiðbiningar um málninguna, 
bæði á Pinterest og á facebook síðuna.

Kíkið líka á grúbbuna Málum svo margt fallegt




Sætur sunnudagur í júlí

July 22, 2018



Grísk jógúrt með muslí og berjum er í miklu uppáhaldi hjá  Íris Lind svo það er að verða hefð þegar hún er hjá ömmu og afa.


Gríska jógúrtin hefur að vísu ekkert með sumarfríið okkar á grísku eyjuni krít að gera, 
enda varð ég lítið vör við jógúrt þar fyrir utan að finna út síðustu dagana hvar það var í morgunverðarhlaborðinu.... hjá eftirréttunum og ávöxtunum og veit ekkert hvernig þeir nota það.


Musli, jógúrt og ber, helst í glerglasi á fæti, er einfaldur og svo ótrúlega girnilegur og fallegur morgunverður....
og ekki er verra að börnin falla fyrir því líka

punkturinn yfir iið er svo að dreifa smá sýropi eða hunangi yfir til að fá smá extra sætubragð


litlir puttar læðast í hunangið....


og svo er bara að borða með bestu lyst!
Fallega ömmumúsin mín!


Ummm girnilegt og ljúffengt,
eigið góðan og sætan sunnudag elskurnar.


Auto Post Signature

Auto Post  Signature