Ég stóð ömmugullið að því að vera að stela einum rabbabara í næsta garði...
með Loga litla með sér að sjálfsögðu en hún er búin að vera með hann í taumi allt sumarfríið sitt hvort sem þau eru úti í garði eða að þvælast hér á milli húsa í götuni,
og þegar ég sá rabbabarann langaði mig í eithvað nýbakað og sætt úr honum
svo ég bað hana að sækja nokkra í viðbót fyrir okkur.
Ég tek það fram að við höfum leyfi til að nýta hann svo það var allt góðu
og þau náðu í nokkra í viðbót í baksturinn.
Ég er rosalega hrifin af alls koanr crumble eða mulnings uppskriftum, hvort sem það er epla, berja eða rabbabara...
kanski af því að það er svo einfalt og ég er ekki mikið fyrir að flækja hlutina í eldhúsinu og þetta er meira svona hlutföll af hráefnum en engin sérstök uppskrift.
ég þurfti bara nokkra rabbabara sem ég skar niður í litla bita
nógu mikið til að þekja botninn á pönnuni (eða eldöstu móti)
svo þar sem rabbabarinn er svo súr og þetta var ætlað fyrir litlu músina mína og vinkonu hennar þá bætti ég við slmá af jarðaberjum sen ég átti í frystir... auðvitað væri ekki verra að nota fersk.
svo sáldraði ég smá súkkulaðirúsínum yfir,
bara sirka svona eru hlutföllin ...
botnfylli af rabbabara, slatti af jarðaberjum og smá rúsínur.
Ekkert flókið!
ég blanda saman mjöli, smjöri og sykri
í hlutföllunum einn af mjöli og hálfur af smjöri og hálfur af sykri .
í hlutföllunum einn af mjöli og hálfur af smjöri og hálfur af sykri .
Ég hef mjölið 50/50 bæði hveiti og haframjöl og notaði venjulegan sykur núna, en nota oft púðusykur.
ég britja niður smjörið og svo blanda ég þessu saman í höndunum.
og dreifi því svo yfir pönnuna
inní ofn og baka það í ca 30 min við 200°c
og svo er það borið fram heitt, með fullt af ís og ég átti smá af bláberjum sem við höfðum með núna
stelpurnar borðuðu með bestu lyst
þó annari hafi nú að vísu þótt ísinn betri en rabbabarinn haha
Þetta er eins og ég segji virkilega einfalt og gott og bara grunn uppskrift sem hægt er að útfæra fyrir allskonar crumble og svo auðvelt að snúa yfir í hollari útgáfu líka með spelti, haframjöli og hollari sætuefnum.
En eigið nú ljúfan og sætan sunnudag elskurnar.