Top Social

Fífur og fiður og Fusion málningin!

June 11, 2018
Í síðustu viku fékk ég góða heimsókn þegar hún Þórlaug sem er með skemmtilegu bloggsíðuna og instagram síðuna Fifur og fiður, og dóttir hennar kría, komu í heimsókn  
 Þórlaug kom til að skoða og fræðast um nýju Fusion málninguna hjá mér, 
skoða húsgögn sem ég hef málað og athuga hvort áferðin á henni væri nú eithvað sem hentaði henni og hvort hún vildi prufa málninguna fyrir mig og gefa henni umsögn.
og hún var til í það og meðan Kría litla teiknaði myndir  skoðuðum við litaprufur og bárum saman og pöruðum liti alveg fram og til baka


og á endanum valdi hún fallega blágræna litin Homestead blue, dökk grá litin Ash, rauðan lit og brúnan til að leika sér aðeins með að blanda og Bedford.

Insta-stories/fifurogfidur

og það var ekki að spyrja að því en hér hef verið að fylgjast með henni á Insta story mála litla hluti til að æfa sig, vera að leika sér að blanda liti og fá sína einstöku tóna og svo hefur hún nú þegar umbreytt virkilega illa förnu borði.....

 Fifur og fiður
 í undurfallegt djásn fyrir allar plönturnar 
(að vísu fyrir systir sína, spurning hvort systirin fær borðið sitt aftur)

og svo .... haldið ykkur..
er hún búin að mála og upplifga virkilega ...jaaa óspennandi, baðherberginu sínu um helgina.

Fylgist með henni á Instagram og sjáið hvernig gengur að mála 
og svo er bara svo gaman að fylgast með henni, enda ótrúlega skapandi náttúrubarn, svo dásamleg.

Ég þakka Þórlaugu  ótrúlega fyrir að prufa málninguna fyrir mig og mun svo að sjálfsögðu fá hjá henni myndir og gera bloggpóst fyrir ykkur með því sem hún málar.
En klikkið á Instagram og fylgist með henni... 
og svo er hún auðvitað á facebook líka
og bloggíðan:

Takk fyrir að líta við.


Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature