Já það fór nú vonandi ekki framhjá neinum hér á þessum landshluta að sumarið kom í gær...
að minsta kosti kom sólin og lét ljós sitt skína á okkur í einn dag.
Ég kíkti aðeins á garðinn minn,
snyrti nokkur beð og dáðist að því sem er að springa út núna í Júní
Ég elska það að sjá að Gullregnið mitt er byrjað að kíkja uppfyrir veggin á pallinum, en ég valdi það því ég vildi geta séð aðeins í grænt og blómstrandi þegar ég er á lokuðum pallinum og ég vona að það eigi eftir að teygja sig enn lengra upp og breiða úr krónuni núna þegar það er komið upp og fær meiri byrtu og sól .... það er þegar hún skín.
Ég notaði svo sólardaginn í að pússa aðeins upp stólanan mína sem eru orðnir vel flagnaðir og þreyttir en svo verða þeir bara málaðir gráir... en líklega mun dekkri en þeir voru.
Svo kíktum við Íris Lind aðeins á skessuna í hellinum seinni partinn,
og ég verð nú að segja að það var ólíkt hlýrra í skjólinu í garðinum hjá mér heldur en þarna niðri við sjóinn en þessi tvö voru alsæl
og jú jú það var opið og skessan var heima
fallega ömmumúsin mín <3
ótrúlega fallegt og sjórinn svo fallega grænblár á litinn!
og svo er það gönguleiðin okkar Loga....
hlaðni steinstígurinn okkar í Lúpínubreiðuni uppá Bergi
Alltaf uppáhalds!