Top Social

Berglind Málar Með Svarta Milk Paint Litnum Typewriter

November 1, 2017

Hún Berglind byrjaði á því að mála einn gordjöss furuskáp í svefnherberginu sínu hvítann....



 og hún féll svo fyrir málninguni og einstöku gömlu útlitinu við það verkefni, að hún hefur síðan þá málað heilmikið í viðbót með milk paint 



og er búin að  gefa heimilinu alveg nýtt heilsteipt lúkk með því að mála mörg gömlu viðarhúsgögnin sín svört með litnum Typewriter.


Ég verð að segja að mér finst þetta borð alveg geggjað svona.... 
það er svo gróft og töff


en eins og þið sjáið á þessari mynd þá var það áður svo gulleit fura að það jaðraði við það að vera appelsínu gult, en viðurinn massífur og þungur og var alveg æðislegt verkefni fyrir milk paint.


og svo var það skenkurinn....


hann var þungur dökkur viðarskenkur sem hafði verið  málaður hvítur!
Hún pússaði hvítu málninguna af toppnum og leifðu viðnum að njóta sín með nýja svarta litnum.
og við erum að fíla það!


Ikea hillurnar fengu líka umferð af Typewriter....


og svo er hún líka svo sniðug að skreyta hjá sér þessi snillingur að maður bara stendur á öndinni ;)


í forstofuni er hún svo með þessu geggjuðu "hlöðudyr"
og hér sjáiði vel hvað milk paint lætur viðaræðarnar og allan karakterinn í viðnum skína í gegn þrátt fyrir að málningin sé alveg þekjandi litur.
og uglan stendur sig vel á vaktinni.

Hlöðudyrnar smiðuðu þau hjónin sjálf og hengdu á braut.
Snillingar!


og svo er það litli skápurinn.....

hér er fyrir- mynd
juðarinn fékk að vinna á topp plötuni...


og svona varð útkoman.
Mér finst þessi totalí gordjöss!


Nýtt verkefni....

aftur var juðarinn ráðinn í vinnu við toppstykkið,


og sjáið bara viðinn sem fær að njóta sín á borðplötuni með fallegum máluðum fótunum


já hér er svo sannarlega margt fallegt sem hefur fengið alveg nýtt útlit með Miss mustard seed´s milk paint og ótrúlega gaman að sjá hvað hún notar málninguna til að sníða þessi gömlu húsgögn algjörlega að sínum stíl.

Ég vil þakka Berglindi innilega fyrir að senda mér myndirnar og leifa mér að deila þeim með ykkur í þessum bloggpósti.
Mér finst svo ótrúlega gamana að sjá hvernig þið notið milk paint.

Hafið það sem allra best,
kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature