Þegar ég fór með milk paint námskeiðið mitt útá land um daginn þá tók ég myndavelina með mér til að taka myndir á námskeiðinu....
sem varð til þess að þegar ég keyrði Suðurstrandarveginn sem mér finst alveg ótrúlega falleg leið, stoppaði ég á leiðinni og tók myndir af fallega hrauninu og mosanum...
reyndar stoppaði ég nokkrum sinnum á litlum afleggjurum
og var farin að óttast að með þessu áframhaldi yrði ég bara ekki komin á leiðarenda á tilsettum tíma.
Það er dásamlegt að keyra um landið og sjá fegurðina en ég get stundum verið gjörsamlega agndofa þegar ég fer hér um svæðið á fallegum degi og þá sérstaklega þegar ég keyri Grindavíkurveginn eða Suðurstrandarveginn,
en allt of oft er ég bara verið að fara frá einum stað til annars, en ekki að fara um í þeim tilgangi að skoða og njóta og þó maður sé alltaf með símann með er bara miklu skemtilegra að vera með alvöru myndavel eins og í þetta sinn.
En mér finst hraunið og mosinn bara vera algjört listaverk.
og fegurðin bara magnast þegar haustlitirnir bætast við.
Já ég þarf ekkert að fara í langt ferðalag til að dást að fallega landinu mínu!
sem varð til þess að þegar ég keyrði Suðurstrandarveginn sem mér finst alveg ótrúlega falleg leið, stoppaði ég á leiðinni og tók myndir af fallega hrauninu og mosanum...
reyndar stoppaði ég nokkrum sinnum á litlum afleggjurum
og var farin að óttast að með þessu áframhaldi yrði ég bara ekki komin á leiðarenda á tilsettum tíma.
Það er dásamlegt að keyra um landið og sjá fegurðina en ég get stundum verið gjörsamlega agndofa þegar ég fer hér um svæðið á fallegum degi og þá sérstaklega þegar ég keyri Grindavíkurveginn eða Suðurstrandarveginn,
en allt of oft er ég bara verið að fara frá einum stað til annars, en ekki að fara um í þeim tilgangi að skoða og njóta og þó maður sé alltaf með símann með er bara miklu skemtilegra að vera með alvöru myndavel eins og í þetta sinn.
En mér finst hraunið og mosinn bara vera algjört listaverk.
og fegurðin bara magnast þegar haustlitirnir bætast við.
Já ég þarf ekkert að fara í langt ferðalag til að dást að fallega landinu mínu!
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous