Ég hef ekki verið dugleg að taka myndir yfir jólin, en hér eru örfáar myndir teknar á aðfangadagskvöld, aðalega í byrjun kvöldsins þegar við vorum að fara að setjast niður til borðs, synir mínir tveir, sonardóttir og tengdaforeldrar mínir voru hér hjá okkur og við áttum virkilega gleðilegt kvöld.
Borðið var dekkað upp kvöldið áður að vanda, skreytt með túlipana vendi, greni og kertum. Maðurinn minn reiddi fram graflas, húmarsúpu og svo beef wellington...
og við endum svo á desert þegar fólk treystir sér til!
Sú stutta var að sjálfsögðu ofurspennt yfir pakkaflóðinu fékk sér tvo bita af forrétt og sagðist þá vera búin að borða og fanst tímabært að opna pakkana strax!
Þetta mál reyndi hún að rökræða við ömmu sína allt borðhaldið.
Eftir matin var svo loks sest niður með kaffi og eftirréttin og jólaprinsessan tíndi pakkana undan trénu, lét afa sinn lésa á spjöldin og svo útdeildi hún gjöfunum.
Held það megi með sanni segja að hún hafi verið í aðalhlutverkinu allt kvöldið og það verður gaman að líta til baka og minnast þessara jóla í framtíðini.
Dásamlegur tími.