Valdirose er B&b gistihús á Ítalíu sem ég hef fylgst með í nokkur ár, hún er með bloggsíðu og fb síðu og nú eru bæði hr og frú Valdirose á Instagram svo ég get endalaust og allstaðar dáðst að og notið þess hve allt er fallegt hjá þeim, en það er greinilegt að ljósmyndun og stíll er stórt áhugamál hjá þessu smekklega og hæfileikaríka fólki, Náttúran, blómin og maturinn spilar stórt hlutverk í öllum þeirra myndum, fallega ítalska sveitin þeirra og að sjálfsögðu sjarmerandi gistihúsið þeirra.
en það er nostrað við hvert smáatriði og hvort það sé í herbergjunum, morgunverðarborðinu eða garðskálanum.
Svo mér datt í hug að við myndum aðeins kíkja í morgunverð á Valdirose í dag...
hvernig hljómar það?
Ef ykkur líkar þessi gamli evrópski sveitastíll og undurfallegar myndir þá er hér fullt af linkum svo þið getið séð svo mikið mikið meira af þeim.
gjörið svo vel.. klikkið og njótið
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
Post Comment
Post a Comment
vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.
ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous