Nú er komið að því að taka niður jólin,
Ég byrja á því að taka niður gylltu stjörnurnar, óróana og fleyra gyllt og glamörus skraut úr stofunni,
En áður langaði mig til að taka myndir og deila með ykkur... svona áður en það er orðið allt of seint að byrta jólabloggpóst.
Ég er pínu pappírsóð þegar kemur að jólaskrauti í dag,
útkliptar pappírsfrostrósir og heimagerðar pappírstjörnur í bland við úrbúð-stjörnur, setja svip á jólin.
Fanst við hæfi að myndin af mömmu væri þarna umkringd stjörnum og í glugganum hangir gylldi engillinn sem kom út árið eftir að mamma dó, með fallegum gylltum borða..
þetta er eiginlega mömmu hornið mitt um jólin <3
Mér finst svo notalegt að hafa jólaljósin og þennann fallega bjarma í stofunni sem kemur af jólatrénu,
hér eru nokkrar myndir af trénu:
Þessi er voða glitrandi og fín, ættuð frá Ameríkuni
hér eru nokkrar myndir af trénu:
þennann gamla sveinka hafið þið nú séð hér áður,
eitt af fyrsta skrautinu sem ég keypti mér eftir að ég byrjaði að búa og er voða mikið uppáhalds.
Svo eru það fallegu jólakúlurnar og hekluðu snjókornin frá Ellu systir, en þau eru nokkur á trénu og á vonandi eftir að fjölga enn meir, finst þau algjört æði.
og svo eru það fallegu fuglarnir sem hvíla þarna á greinum trésins,
,
er ekkert alveg tilbúin til að taka allt niður, en byrja smátt og smátt,
leifi svo smá vetrarþema að vera áfram og öllum ljósunum í mesta skammdeginu.
Þannig að ýmsir hlutir eiga eftir að staldra við um tíma og lifta upp skammdeginu.
En hafið það nú bara sem allra best elskurnar,
með kærri kveðju
Stína Sæm
En hafið það nú bara sem allra best elskurnar,
með kærri kveðju
Stína Sæm
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.
SCHAUT so gemütlich aus,,,,
ReplyDeletemit wenig AUFWAND so eine schöne WIRKUNG
WÜNSCHE noch einen schönen TAG
bis bald die BIRGIT aus TIROL
Thank you Birgit :)
DeleteSvo fallegt og jólalegt hjá þér, skil að þig langar ekki til að taka jólin niður.
ReplyDeleteMyndirnar þínar eru svo fallegar:)
nýárskveðjur Sif