Það er alltaf svo gaman þegar eithvað nýtt bætist í glerskápinn minn í eldhúsinu,
og ekki er verra þegar þetta nýja er í raun gamalt og frá fjöldskyldunni.
og þar kemur hún tengdamamma mín sterk inn.
Diskinn á fætinum fékk ég frá henni fyrir nokkru síðan og hef notað mikið,
bæði til að bera framm kökur eða bara til að geyma td bananakippu á borðinu,
en nýlega bættust hin tvö við, dískurinn og rjómakannan, en þessi fallega þrenning er restin af stelli sem amma og afi eiginmannsins fengu í brúðargjöf árið 1947
(sem svo skemmtilega vill til að er líka fæðingarár mömmu minnar)
Mér finst þetta algjör dásemd og svo gaman að fletta því saman við allt mögulegt annað á borðinu eins og td þessa dásemdarbolla sem ég var líka að fá frá tengdó
og eru svo gordjöss saman.
og sést svo sannarlega ekki á hverju borði.
Hvað segið þið, er þetta ekki bara dásemdin ein?
kær kveðja
Stína Sæm