Í byrjun ágúst bar aldeilis til tíðinda hér í hverfinu...
en þá fluttu sonur minn og litla ömmustelpan í húsið beint á móti okkur,
og þegar pabbinn bar litlu stelpuna sína í fyrsta sinn upp tröppurnar sínar,
þá tók ég þessa mynd af þeim af tröppunum hjá mér.
og það er ekki langt á milli okkar !
Fallegu nýju nágrannarnir mínir í gamla sjarmerandi húsinu sínu.
Það verður nú ekki langt þar til sú stutta segir bara
"amma ég er farin heim"
"bless"
Hér situr hún svo úti á bletti hjá ömmu sinni og nýja heimilið í bakgrunni.
Já það er ekki að furða að bloggið hafi setið á hakanum undanfarið með þennann litla gullmola í næsta húsi og nú er bara að gera nýtt herbergi fyrir litlu dömuna í herbergi undir súð með fallegum gömlum glugga.
Spennandi verkefni!
Kær kveðja
amma Stína