Top Social

Við kynnum, handunnar og fallegar vörur frá Bungalow í danmörku

February 9, 2022

Ég kynni fyrir ykkur nýjar vandaðar og fallegar vörur frá danska merkinu Bungalower sem eru komnar í verslunina mína  Svo margt fallegt. 

Bungalow er hugarfóstur hinnar dönsku Minnu Hildebrandt og indversks eiginmanns hennar en 
Kerala á Indlandi er annað heimili þeirra og innblásturinn á bak við töfrandi heimilislínurnar, sem sameina indversk mynstur og handverk með skandi, nútímalegum stíl.




Ég kynntist fyrst þessum einstöku og undurfallegu vörum frá Bungalow í fyrra, 
þegar vinkona mín hjá Kimiko flutti þær inn í sína verslun 
(kimiko og Svo margt fallegt leiga saman húsnæði í Bæjarlind) 
og ég féll alveg fyrir sögunni, handverkinu og einstakri fegurðinni.

Núna höfum við Magga hjá Kimiko ákveðið að vinna meira saman að litlu fyrirtækjunum okkar 
og að Bungalow vörurnar eigi frekar heima hjá Svo margt fallegt 
og saman ætlum við svo að velja fleyri vörur sem heilla okkur og eru vandaðar, handunnar, fara vel með nátturuna og styðja við lítil fyrirtæki eða atvinnu á fátækari svæðum.

Bungalow vörurnar passa svo sannarlega við allt sem svo margt fallegt stendur fyrir og eru svo mikið meira en bara undurfallegar.

Þess vegna var ástæða til að endurvekja bloggið eftir langt hlé til að segja ykkur frá þessari nýju vörulína í versluninni og hvaða töfrar liggja á bakvið danska fyrirtækið Bunglow og hvað það er sem gerir vörurnar svo einstakar og sérstakar....
 sem þú reyndar bara finnur þegar þú snertir þær og skoðar.




Sagan byrjaði fyrir mörgum árum síðan:

Minna Hildebrandt  stofnaði Bungalow sumarið 2004 eftir margra ára fikt við hugmyndina um sitt eigið fyrirtæki. Hún hafði ferðast um Indland og Suður-Asíu síðastliðin 14 ár og hún hefur búið og stundað nám í Himalajafjöllum sem hluti af BA gráðu sinni í indverskri filologi frá háskólanum í Árósum. 
Í dag er Indland bókstaflega hennar annað heimili. Maðurinn hennar er frá hinu fallega Kerala fylki á Suður-Indlandi, þar sem þau halda sitt annað heimili og eyða fríunum sínum.

Minna hefur alltaf verið heilluð af fegurð og litum Indlands 
og er hugfangin af hefðbundnu gömlu handverki sem enn er iðkað.


 Og listin að blokk-prenta var ást við fyrstu sýn. 
Blokkprentunin er þúsund ára gömul og hefur alltaf verið innblástur fyrir textílhönnuði um allan heim. Provencal prentun, til dæmis, er undir beinum áhrifum frá indverskum blokkprentum.

Blokk prentuðu textíl línurnar hjá Bungalow eru af bestu gæðum blokkprentunar sem völ er á á Indlandi í dag og hefur verið hannað og framleitt í samvinnu við þeirra færustu handverksmenn.

 



"Mér líkar sú staðreynd að vörurnar sem ég kynni eiga sér sögu og hafa verið búnar til af alvöru fólki frekar en vélum. 
 Það er markmið mitt að búa til nútímalega hönnun með því að sameina indverskan innblástur með nútíma litum og fagurfræði. Ég vona að vörurnar mínar færi lit og gleði inn á þitt heimili!"

- Eigandi Minna Hildebrandt




Eitt er svo sameiginlegt fyrir allar pappírsvörurnar þeirra; arkirnar, öskjur, kort og minnisbækur, 
er að þau eru öll unnin úr handunnnum pappír, 
sem er framleiddur úr endurunninni bómull. 
Blöðin eru viðarlaus og azólaus.
Sem þýðir að engin tré eru felld til að framleiða pappaírsvörurnar
 

Margar mismunandi vinnslu aðferðir eru svo notaðar á handgerða pappírnum þeirra. 
  • Notaður er heil-litaður pappír með sérstakri húðun til að fá leðurútlit, 
  • silkiprentaður pappír fyrir litrík mynstur 
  • og pappír með blað-gull stimpli fyrir alveg einstakt útlit.


Öskjurnar og aðrar pappírsvörur eru svo handunnar úr þessum einstaka pappír...
og þær færðu núna hjá Svo margt fallegt,
ásamt borðum og skrautgreinum,
bökkum 
og handunnum leirvösum og blómapottum.


Vertu velkomin til okkar í verslunina í Bæjarlind 14-16 
(gengið inn milli Nonnabita og Evuklæði)
Við erum með opið alla virka daga frá kl 11-18
og laugardaga kl 12-15

Svo er það netverslunin svomargtfallegt.is
og beinn linkur á Bungalow vörurnar

Hafið það sem allra best í dag.
Með bestu kveðju,
Stína Sæm


Auto Post Signature

Auto Post  Signature