Mig langar að þakka ykkur öllum sem fylgdust með beinu milk paint sýnikensluni hjá okkur á facebook um síðustu helgi.
En vá hvað mér fanst gaman að taka þátt í fyrsta milk paint-sýnikenslu-deginu, eða milkpaint demo day sem haldin var af söluaðilum allover á einn eða annan hátt, stuttar sýnikenslur, heilsdagsviðburðir og allt þar á milli... víðsvegar um heimin.
Við ákvaðum að slá til og vera með milk paint sýnikenslu sýnda beint á facebook og sýna ykkur þegar einn lítill Ikea kassi er málaður og fær alveg nýtt eða gamalt útlit með milk paint.
KNAGGLIG kassin er svo dásamlega fullkominn í verkefnið, hann er úr óunnum við og lítill og ódýr svo það var auðvelt og fljótlegt að mála hann og allir geta nælt sér í einnlítinn kassa til að æfa sig heima.
Þið finnið kassann þar sem körfur og kassar eru og hann fæst í tveimur stærðum, þetta er minni gerðin og kostar aðeins 890kr.
Núna um jólin var nýji liturinn Aviary kynntur til leiks, en hann er væntanlegur núna á næstuni og þá eru litirnir í litalínuni okkar aftur orðnir 25 talsins... sem mér finst svo góð tala og hljómar svo ógó vel:
þá virkar slagorðið 5 hráefni - 25 dásamlegir litir....
loksins aftur :)
Ég ákvað að mála kassan í þessum nýja lit og um leið og ég sýndi ykkur hann þá var ég líka að prufa hann í fyrsta sinn og sjá þennan lit í raun,
liturinn er ekki komin í sölu en ég er með formúlu til að fara eftir og með því að blanda 4 litum saman þá fékk ég nýja litinn okkar, en það skemmtilega við mjólkurmálninguna er að það er svo lítið mál að blanda saman duftinu og í þessu tilfelli þá notaði ég bara teskeið til að mæla hlutföllin, hrærði það aðeins saman og notaði svo heildarhlutfallið af vatni líka.... þetta voru sem sagt 6tsk af dufti og þá voru það 6tsk af vatni á móti.... hræra vel og mála.
Að vísu var ég aðeins of örlát þegar ég mældi vatnið svo ég þurfti að bæta smá dufti við... og ég sem hafði verið að mæla 4 gerðir af litum, en er það ekki bara dæmigert þegar unnið er í beinni útsendingu og stress levelið er í hærra lagi haha.
Aviary er muskublár litur sem stóðst allar mínar væntingar og mér finst hann alveg ofsalega fallegur,
hann er sterkur en ekki skær! Djúpur gráblár sem mun passa vel með öllum hlutlausum litunum held ég, gráum svörtum og hvítum og er örugglega gordjöss með svarbláa litnum Artissimo.
Hér sjáið þið alla bláu litina okkar og næst er bara að bæta Aviary í bókasafnið,
en hann minnir mig á Bergere en er bara mun sterkari og dýpri.
Ég málaði líka kassa með Grain Sack sem er sá gráasti af hvítu litunum..... ef það hljómar viturlega.
fyrst málaði ég kassana með útþynntum lit, en þá blanda ég duftið á mót 3 af vatni og bæsa eiginlega viðinn með því áður en ég mála.
Ég notaði brúna litin Curio á hvíta kassann (1af curio á móti 3 af vatni)
og notaði svarta litinn Typewriter á bláa kassann (1 af Typewriter á móti 3 af vatni)
Málningin kemur í duftformi og er seld í 230g pakningu en við erum líka með litla pakka sem eru aðeins 30g en með einum svona tester gætirðu málað nokkra svona litla kassa..... það fór bara sára lítið af málningu utaná kassana.
og kassana er svo bæði hægt að nota sem geymslukassa eða stafla upp og gera hillur úr þeim.
Þið getið nálgast link á videoið og horft á það í endursýningu
Við vorum að sýna beint á facobook í fyrsta skipti og það gekk nú á ýmsu, við td uppgötvuðum að wifi sambandið er virkilega gloppótt á vinnustofuni svo sendingin var alltaf að detta út og þurfti að setja símann út í glugga til að ná sambandi.... (munum að hafa slökkt á því næst) en þetta tókst og það voru ótrúlega margir sem fylgdust með og þrátt fyrir nett stress fanst mér þetta alveg ótrúlega gaman og hlakka bara til að gera eithvað svipað aftur.
Ef þið viljið koma og læra að nota málninguna í litlum hóp, læra enn fleyri aðferðir til að fá ólíkt útlit og geta prufað ykkur áfram undir leiðsögn,
þá eru námskeiðin að byrja aftur núna í Febrúar.
þið getið fylgst með á facebook síðu Svo margt fallegt þegar námskeiðin eru auglyst eða sent fyrir spurn á namsked@svomargtfallegt.is
En takk öll fyrir innlitið og þið sem hafið gefið ykkur tíma til að horfa á videoið.
Eigið góða helgi
kær kveða
Stína
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.